Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar vegna páskahátíðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 21:00 Una sighvatsdóttir er búsett í Georgíu. EGILL AÐALSTEINS Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Una Sighvatsdóttir er búsett í Georgíu þar sem vel hefur tekist að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þó svo að faraldurinn hafi ekki náðhápunkti þar eins og hérlendis. „Staðan í Georgíu hefur blessunarlega verið mjög góð. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við af mikilli festu strax frá upphafi þegar fyrstu tilfellin komu. Það hafa bara fjórir látist af völdum faraldursins í Georgíu og auðvitað vonar maður að það haldist þannig,“ sagði Una Sighvatsdóttir, útsendur sérfræðingur utanríkisráðuneytisins í Georgíu. Samkvæmt júlíanska tímatalinu sem georgíska rétttrúnaðarkirkjan fylgir er páskadagur er haldinn heilagur í Georgíu í dag. Venjan er að þúsundir manna sæki kirkju á páskadag og hefur vísindasamfélagið grátbeðið fólk um að iðka trú sína heima við. „Sett var á útgöngubann í Georgíu sem gildir á nóttunni. Páskahefðin er sú að þar er miðnæturmessa og kirkjan brást við útgöngubanninu með því að bjóða fólki að koma seint að kvöldi og vera alla nóttina í kirkjunni sem stríðir gegn öllum sóttvarnarmeðmælum. Helsta áhyggjuefnið eru athafnirnar sem tíðkast þarna en þær eru á þann veg að fólk kyssir krossa og tekur við blóði og líkama krists úr skeið og deila allir sömu skeiðinni. Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu hafa nánast grátbeðið fólk um að vera heima og biðja heima. Sóttvarnarlæknir Georgíu sagði núna fyrir helgi að þetta væri eins og að leika sér að eldi, “ sagði Una. Grátbiðja þau fólk um aðiðka trú sína heima af ótta við að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu veirunnar. „Auðvitað vonar maður það besta, að enginn hafi borið með sér veiruna inn í krikjurnar í nótt á þessum fjöldasamkomum. Það er enn alveg möguleiki að það muni ekki verða veldisvöxtur. Maður bara krossar fingur,“ sagði Una.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Georgía Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira