Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:18 Allir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa lagt í sameiningu fram fjórar breytingatillögur við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira