Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 22:06 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00
Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15