Umfjöllun og viðtöl: KA - Selfoss 26-31 | Öruggt hjá Selfyssingum Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. febrúar 2020 20:30 vísir/bára KA fékk Íslandmeistara Selfoss í heimsókn í KA-heimilið í dag í 17.umferð Olís-deildar karla. Bæði lið komu inn í leikinn með tvö töp í röð á bakinu. Selfyssingar mættu laskaðir til Akureyrar og léku meðal annars án fyrirliða síns, Hergeirs Grímssonar og aðalmarkvarðar síns, Einars Baldvins Baldvinssonar auk þess sem Nökkvi Dan Elliðason og Árni Steinn Steinþórsson eru fjarri góðu gamni. Sömu sögu má segja af besta leikmanni KA, Færeyingnum Áka Egilsnes. Fyrri hálfleikur var jafn á öllum tölum en Selfyssingar fóru með eins marks forystu í leikhlé eftir að Einari Sverrissyni tókst að skora með lokaskoti fyrri hálfleiks, beint úr aukakasti. Í síðari hálfleik tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og voru fljótir að búa sér til góða forystu sem hélst allt til enda. Fór að lokum svo að Selfoss vann fimm marka sigur, 26-31Afhverju vann Selfoss? Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik virtist sem allur kraftur væri úr heimamönnum snemma í síðari hálfleik. Sóknarleikur KA-manna í síðari hálfleik einkenndist af töpuðum boltum og erfiðum skotum. Selfyssingar sýndu enga glansframmistöðu en í þeirra liði eru leikmenn sem búa yfir miklum gæðum og það var kannski það sem kom Selfyssingum í gegnum leikinn.Bestu menn vallarinsHaukur Þrastarson. Haukur var í sérflokki á vellinum. Ekkert nýtt þar svosem en hann var potturinn og pannan í öllum þeim aðgerðum sem gengu vel í sóknarleik Selfyssinga. Stóð fyrir sínu varnarlega einnig. Markvörðurinn ungi, Alexander Hrafnkelsson stóð vaktina í markinu af stakri prýði. Hjá KA-mönnum ber einnig að nefna ungan markvörð því Svavar Ingi Sigmundsson stóð upp úr í liði heimamanna. Virtist lengi vel ætla að halda KA inn í leiknum en fjaraði þó aðeins undan markvörslunni þegar á leið, enda varnarleikurinn ekki upp á marga fiska.Hvað er næst? KA-menn heimsækja Stjörnuna í Garðabæ eftir slétta viku en næsti deildarleikur Selfyssinga er mánudaginn 17.febrúar þegar þeir fá Aftureldingu í heimsókn.Jónatan: Hugsi yfir sóknarleiknumJónatan var ósáttur við sóknarleik KA.vísir/bára„Innkoma okkar í síðari hálfleik fer með þennan leik fyrir okkur. Stærstan hluta fyrri hálfleiks héldum við okkar striki og gekk ágætlega með þá. Ég var svekktur að vera ekki yfir í hálfleik en leikurinn var í jafnvægi. Ég er hugsi yfir muninum á sóknarleiknum hjá okkur í fyrri og síðari hálfleik og þeim tókst að keyra yfir okkur,“ sagði svekktur Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA, í leikslok. Jónatan segir sóknarleikinn hafa verið of slakan hjá sínu liði. „Við erum með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik en allavega átta tapaða bolta í síðari hálfleik. Mér fannst við ekki góðir í seinni hálfleik og í kjölfarið keyrðu þeir í bakið á okkur og fengu auðveld mörk,“ sagði Jónatan. KA hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á þessu ári en er enn í 9.sæti deildarinnar; fjórum stigum frá 8.sæti sem gefur sæti í úrslitakeppninni og sex stigum frá fallsvæðinu þegar fimm umferðum er ólokið. „Við áttum okkur á því að með því að vera alltaf að tapa fer möguleiki á sæti í úrslitakeppninni dvínandi. Við þurfum að fara að fá stig. Við ætluðum okkur í úrslitakeppnina en akkúrat núna erum við ekki að spá í töflunni heldur frekar að líta inn á við hjá okkur til að fá heilsteyptari leik,“ sagði Jónatan að lokum.Grímur: Hef ekki verið ánægður með markvörslunaGrímur HergeirssonVísir/Sunnlenska„Þetta var skemmtilegur leikur. Ég var ánægður með mína menn því þetta var frábær leikur hjá okkur. Við erum búnir að vera í brekku. Við lögðumst aðeins yfir þetta og breyttum hlutum. Strákarnir voru frábærir og ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss í leikslok. Hann segir þolinmæði hafa verið lykilinn að sigri í dag. „Við lögðum áherslu á að vera þolinmóðir. KA-menn á heimavelli eru ólíkindatól og þeir eru með hörkulið. Í hálfleik ákváðum við að halda okkar leikskipulagi. Það gekk upp og þetta var vinnusigur. Við vorum skipulagðir og einbeittir og það skilaði því að við sigum fram úr í seinni hálfleik.“ Alexander Hrafnkelsson lék sinn fyrsta leik í Olís-deildinni í vetur og átti mjög góðan leik. „Það er frábært. Ég setti Einar Baldvin út úr hópnum því ég hef ekki verið ánægður með markvörsluna. Það er ekkert launungarmál. Alexander er uppalinn hjá okkur og hefur æft með okkur í allan vetur sem þriðji markvörður. Mér fannst kominn tími á að hann fengi tækifæri og svona gera alvöru gæjar. Vonandi heldur hann uppteknum hætti,“ sagði Grímur. Olís-deild karla
KA fékk Íslandmeistara Selfoss í heimsókn í KA-heimilið í dag í 17.umferð Olís-deildar karla. Bæði lið komu inn í leikinn með tvö töp í röð á bakinu. Selfyssingar mættu laskaðir til Akureyrar og léku meðal annars án fyrirliða síns, Hergeirs Grímssonar og aðalmarkvarðar síns, Einars Baldvins Baldvinssonar auk þess sem Nökkvi Dan Elliðason og Árni Steinn Steinþórsson eru fjarri góðu gamni. Sömu sögu má segja af besta leikmanni KA, Færeyingnum Áka Egilsnes. Fyrri hálfleikur var jafn á öllum tölum en Selfyssingar fóru með eins marks forystu í leikhlé eftir að Einari Sverrissyni tókst að skora með lokaskoti fyrri hálfleiks, beint úr aukakasti. Í síðari hálfleik tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og voru fljótir að búa sér til góða forystu sem hélst allt til enda. Fór að lokum svo að Selfoss vann fimm marka sigur, 26-31Afhverju vann Selfoss? Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik virtist sem allur kraftur væri úr heimamönnum snemma í síðari hálfleik. Sóknarleikur KA-manna í síðari hálfleik einkenndist af töpuðum boltum og erfiðum skotum. Selfyssingar sýndu enga glansframmistöðu en í þeirra liði eru leikmenn sem búa yfir miklum gæðum og það var kannski það sem kom Selfyssingum í gegnum leikinn.Bestu menn vallarinsHaukur Þrastarson. Haukur var í sérflokki á vellinum. Ekkert nýtt þar svosem en hann var potturinn og pannan í öllum þeim aðgerðum sem gengu vel í sóknarleik Selfyssinga. Stóð fyrir sínu varnarlega einnig. Markvörðurinn ungi, Alexander Hrafnkelsson stóð vaktina í markinu af stakri prýði. Hjá KA-mönnum ber einnig að nefna ungan markvörð því Svavar Ingi Sigmundsson stóð upp úr í liði heimamanna. Virtist lengi vel ætla að halda KA inn í leiknum en fjaraði þó aðeins undan markvörslunni þegar á leið, enda varnarleikurinn ekki upp á marga fiska.Hvað er næst? KA-menn heimsækja Stjörnuna í Garðabæ eftir slétta viku en næsti deildarleikur Selfyssinga er mánudaginn 17.febrúar þegar þeir fá Aftureldingu í heimsókn.Jónatan: Hugsi yfir sóknarleiknumJónatan var ósáttur við sóknarleik KA.vísir/bára„Innkoma okkar í síðari hálfleik fer með þennan leik fyrir okkur. Stærstan hluta fyrri hálfleiks héldum við okkar striki og gekk ágætlega með þá. Ég var svekktur að vera ekki yfir í hálfleik en leikurinn var í jafnvægi. Ég er hugsi yfir muninum á sóknarleiknum hjá okkur í fyrri og síðari hálfleik og þeim tókst að keyra yfir okkur,“ sagði svekktur Jónatan Magnússon, annar þjálfara KA, í leikslok. Jónatan segir sóknarleikinn hafa verið of slakan hjá sínu liði. „Við erum með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik en allavega átta tapaða bolta í síðari hálfleik. Mér fannst við ekki góðir í seinni hálfleik og í kjölfarið keyrðu þeir í bakið á okkur og fengu auðveld mörk,“ sagði Jónatan. KA hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á þessu ári en er enn í 9.sæti deildarinnar; fjórum stigum frá 8.sæti sem gefur sæti í úrslitakeppninni og sex stigum frá fallsvæðinu þegar fimm umferðum er ólokið. „Við áttum okkur á því að með því að vera alltaf að tapa fer möguleiki á sæti í úrslitakeppninni dvínandi. Við þurfum að fara að fá stig. Við ætluðum okkur í úrslitakeppnina en akkúrat núna erum við ekki að spá í töflunni heldur frekar að líta inn á við hjá okkur til að fá heilsteyptari leik,“ sagði Jónatan að lokum.Grímur: Hef ekki verið ánægður með markvörslunaGrímur HergeirssonVísir/Sunnlenska„Þetta var skemmtilegur leikur. Ég var ánægður með mína menn því þetta var frábær leikur hjá okkur. Við erum búnir að vera í brekku. Við lögðumst aðeins yfir þetta og breyttum hlutum. Strákarnir voru frábærir og ég er mjög stoltur af þeim,“ sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss í leikslok. Hann segir þolinmæði hafa verið lykilinn að sigri í dag. „Við lögðum áherslu á að vera þolinmóðir. KA-menn á heimavelli eru ólíkindatól og þeir eru með hörkulið. Í hálfleik ákváðum við að halda okkar leikskipulagi. Það gekk upp og þetta var vinnusigur. Við vorum skipulagðir og einbeittir og það skilaði því að við sigum fram úr í seinni hálfleik.“ Alexander Hrafnkelsson lék sinn fyrsta leik í Olís-deildinni í vetur og átti mjög góðan leik. „Það er frábært. Ég setti Einar Baldvin út úr hópnum því ég hef ekki verið ánægður með markvörsluna. Það er ekkert launungarmál. Alexander er uppalinn hjá okkur og hefur æft með okkur í allan vetur sem þriðji markvörður. Mér fannst kominn tími á að hann fengi tækifæri og svona gera alvöru gæjar. Vonandi heldur hann uppteknum hætti,“ sagði Grímur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti