Fótbolti

Rúnar Már skoraði í tapi St. Gallen

Dagur Lárusson skrifar
Rúnar Már Sigurjónsson
Rúnar Már Sigurjónsson vísir/getty
Rúnar Már Sigurjónsson var á skotskónum í tapi St. Gallen fyrir Basel en eftir leikinn er St. Gallen með 45 stig í fjórða sæti.

 

Það voru heimamenn í St. Gallen sem náðu forystunni snemma leiks með marki frá Roman Buess á áttundu mínútu. 

 

Allt stefndi í það að St. Gallen færi með forystuna í hálfleikinn en þá jafnaði Luca Zuffi metin á 43. mínútu og því var staðan jöfn í hálfleik.

 

Basel byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði forystunni á 57. mínútu með marki frá Mohamed Elyounoussi. Sú forysta Basel dugði þó stutt þar sem aðeins fjórum mínútum seinna var Rúnar Már búinn að jafna metin fyrir St. Gallen.

 

Eftir þetta mark Rúnars tók Basel þó völdin á vellinum og skoraði tvö mörk á síðustu tuttugu mínútum leikins, eitt mark frá Samuele Campo og annað frá Albian Ajeti. Lokatölur því 4-2 fyrir Basel.

 

Eftir leikinn er St. Gallen með 45 stig í fjórða sæti á meðan Basel er í öðru sæti með 65 stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×