Mótið fer fram í Rússland og er eins konar upphitunarmót fyrir HM sem fer fram í sama landi á næsta ári.
Rússar komust yfir á 31. mínútu þegar Michael Boxall varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Á 69. mínútu skoraði Fedor Smolov, fyrrverandi samherji Ragnars Sigurðssonar hjá Krasnodar, annað mark Rússa og gulltryggði sigur þeirra.
Tveir leikir fara fram í Álfukeppninni á morgun. Þá mætast Portúgal og Mexíkó í A-riðli og Kamerún og Síle í B-riðli.