Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði Benedikt Bóas skrifar 17. júní 2017 07:00 Það verður mikið fjör í Hafnarfirði í dag sem aðra daga. Vísir/Stefán „Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár. 17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár.
17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira