Aron: Hef vitað hvað Kiddi getur í mörg ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2016 12:00 Kristinn Freyr og Aron fagna marki þess síðarnefnda í leik með Fjölni í 1. deildinni 2010. vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur farið á kostum í sumar og skorað þrettán mörk í 18 leikjum. Þrátt fyrir að vera miðjumaður er hann næst markahæstur í deildinni á eftir Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni en Kristinn kemur sterklega til greina sem leikmaður ársins. Kristinn er uppalinn Fjölnismaður og er besti vinur annars Fjölnismanns sem er í dag atvinnumaður og landsliðsmaður Bandaríkjanna. Hann heitir Aron Jóhannsson. Í viðtali við íþróttadeild segir Aron að hann sé búinn að njóta þess að sjá vin sinn blómstra í sumar en þetta er þó ekkert sem kemur honum á óvart.Sjá einnig:Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomu markið „Ég er persónulega búinn að vita hvað Kiddi getur í mörg ár og það eru fleiri sem vita það. Þetta er tímabilið þar sem springur út. Það er alveg ógeðslega gaman að sjá hann standa sig svona vel því ég veit að hann getur þetta allt léttilega,“ segir Aron við Vísi. Aron og Kristinn Freyr spiluðu saman með Fjölni í 1. deildinni 2010 en það var tímabilið sem bandaríski landsliðsmaðurinn sprakk út. Aron skoraði tólf mörk í 18 leikjum og var kosinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann fór til AGF í Árósum í atvinnumennsku eftir tímabilið og spilar nú með Werder Bremen. „Ég vona bara að Kiddi komist eitthvað út eftir tímabilið. Og ekki bara eitthvað heldur í lið sem spilar fótbolta því ef hann kemst í þannig lið er leiðin bara upp á við fyrir hann. Kiddi er leikmaður sem verður bara betri með betri leikmenn í kringum sig,“ segir Aron sem hefur líka mjög gaman að því að sjá uppeldisfélagið í Evrópubaráttu. „Það er ótrúlega gaman að sjá Fjölni standa sig svona vel og vonandi klára þeir dæmið og komast í Evrópukeppni. Þeir eiga heldur betur stóran leik á sunnudaginn en eru í góðum málum ef þeir vinna,“ segir Aron Jóhannsson. Fótbolti Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30 Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, hefur farið á kostum í sumar og skorað þrettán mörk í 18 leikjum. Þrátt fyrir að vera miðjumaður er hann næst markahæstur í deildinni á eftir Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni en Kristinn kemur sterklega til greina sem leikmaður ársins. Kristinn er uppalinn Fjölnismaður og er besti vinur annars Fjölnismanns sem er í dag atvinnumaður og landsliðsmaður Bandaríkjanna. Hann heitir Aron Jóhannsson. Í viðtali við íþróttadeild segir Aron að hann sé búinn að njóta þess að sjá vin sinn blómstra í sumar en þetta er þó ekkert sem kemur honum á óvart.Sjá einnig:Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomu markið „Ég er persónulega búinn að vita hvað Kiddi getur í mörg ár og það eru fleiri sem vita það. Þetta er tímabilið þar sem springur út. Það er alveg ógeðslega gaman að sjá hann standa sig svona vel því ég veit að hann getur þetta allt léttilega,“ segir Aron við Vísi. Aron og Kristinn Freyr spiluðu saman með Fjölni í 1. deildinni 2010 en það var tímabilið sem bandaríski landsliðsmaðurinn sprakk út. Aron skoraði tólf mörk í 18 leikjum og var kosinn besti og efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann fór til AGF í Árósum í atvinnumennsku eftir tímabilið og spilar nú með Werder Bremen. „Ég vona bara að Kiddi komist eitthvað út eftir tímabilið. Og ekki bara eitthvað heldur í lið sem spilar fótbolta því ef hann kemst í þannig lið er leiðin bara upp á við fyrir hann. Kiddi er leikmaður sem verður bara betri með betri leikmenn í kringum sig,“ segir Aron sem hefur líka mjög gaman að því að sjá uppeldisfélagið í Evrópubaráttu. „Það er ótrúlega gaman að sjá Fjölni standa sig svona vel og vonandi klára þeir dæmið og komast í Evrópukeppni. Þeir eiga heldur betur stóran leik á sunnudaginn en eru í góðum málum ef þeir vinna,“ segir Aron Jóhannsson.
Fótbolti Tengdar fréttir Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30 Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30 Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Aron um rauða spjaldið: Dómaranum misheyrðist Segir að dómarinn hafi talið að hann hafi verið að blóta honum í sand og ösku. 19. september 2016 11:30
Ekki langt frá því að tárast eftir endurkomumarkið Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. 22. september 2016 06:30
Aron horfði á EM hoppandi af gleði: „Væri geðveikt að vera með Íslandi í riðli á HM“ Aron Jóhannsson upplifði fárið vegna íslenska landsliðsins í fótbolta hér heima í sumar. 22. september 2016 09:45