Skortir fé til að fækka slysum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. september 2016 07:00 Slys með meiðslum á tímabilinu 2004-2014 Gatnamótin Grensásvegur/Miklabraut eru hættulegustu gatnamót landsins og hafa verið það í mörg ár. Á fimm ára tímabili, frá 2010-2014, urðu þar 162 slys og óhöpp þar sem 19 slösuðust. Reykjavíkurborg á Grensásveg en Vegagerðin á Miklubraut og segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi að þótt samstarfið sé gott á milli og breytingar sem gerðar hafi verið á gatnamótunum hafi fækkað slysum þá skorti fé til að gera gatnamótin hættuminni.Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðarmálumright„Við höfum gert þessi gatnamót fjögurra fasa í stað þriggja fasa sem hefur minnkað slysatíðnina. Mislæg gatnamót eru ekki á leiðinni. Það hafa ekki verið neinar fjárveitingar fyrir svona stórum og dýrum framkvæmdum.“ Athygli vekur að öll 20 hættulegustu gatnamótin á þessum árum eru ljósastýrð. Mislægu gatnamótin sem tengja Miklubraut við Sæbraut komast ekki á lista. Þar er hámarkshraði 80 km/klst. en hámarkshraðinn við hættulegustu gatnamót landsins er 60 km/klst. „Það skortir bæði fé og svo þarf Reykjavíkurborg að gefa út framkvæmdaleyfi. Svona framkvæmdir verða bara gerðar með þeirra samþykki,“ segir G. Pétur.Teikningar eru til á lager Vegagerðarinnar fyrir mislægum gatnamótum á þessum stað sem og öðrum verkefnum innan borgarmarkanna en ekki stendur til að nýta þær teikningar. Ólafur Kr. Guðmundsson, einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum, segir að umferðarmál í Reykjavíkurborg séu í lamasessi en hann bauð sig fram í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 2013. „Erlendis er talað um að ljósastýrð gatnamót séu í raun sofandi morðingi, því ef eitthvað klikkar á þeim gerist eitthvað slæmt. 20 hættulegustu gatnamót landsins eru öll ljósastýrð. Það var búið að gera ráð fyrir að gera nokkur stór gatnamót mislæg en þau voru öll tekin út þegar gerður var samningur árið 2012 milli ríkis og sveitarfélaga um að niðurgreiða almenningssamgöngur í tíu ár. Það er því ekkert að fara að gerast í borginni til 2022,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Gatnamótin Grensásvegur/Miklabraut eru hættulegustu gatnamót landsins og hafa verið það í mörg ár. Á fimm ára tímabili, frá 2010-2014, urðu þar 162 slys og óhöpp þar sem 19 slösuðust. Reykjavíkurborg á Grensásveg en Vegagerðin á Miklubraut og segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi að þótt samstarfið sé gott á milli og breytingar sem gerðar hafi verið á gatnamótunum hafi fækkað slysum þá skorti fé til að gera gatnamótin hættuminni.Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðarmálumright„Við höfum gert þessi gatnamót fjögurra fasa í stað þriggja fasa sem hefur minnkað slysatíðnina. Mislæg gatnamót eru ekki á leiðinni. Það hafa ekki verið neinar fjárveitingar fyrir svona stórum og dýrum framkvæmdum.“ Athygli vekur að öll 20 hættulegustu gatnamótin á þessum árum eru ljósastýrð. Mislægu gatnamótin sem tengja Miklubraut við Sæbraut komast ekki á lista. Þar er hámarkshraði 80 km/klst. en hámarkshraðinn við hættulegustu gatnamót landsins er 60 km/klst. „Það skortir bæði fé og svo þarf Reykjavíkurborg að gefa út framkvæmdaleyfi. Svona framkvæmdir verða bara gerðar með þeirra samþykki,“ segir G. Pétur.Teikningar eru til á lager Vegagerðarinnar fyrir mislægum gatnamótum á þessum stað sem og öðrum verkefnum innan borgarmarkanna en ekki stendur til að nýta þær teikningar. Ólafur Kr. Guðmundsson, einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum, segir að umferðarmál í Reykjavíkurborg séu í lamasessi en hann bauð sig fram í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 2013. „Erlendis er talað um að ljósastýrð gatnamót séu í raun sofandi morðingi, því ef eitthvað klikkar á þeim gerist eitthvað slæmt. 20 hættulegustu gatnamót landsins eru öll ljósastýrð. Það var búið að gera ráð fyrir að gera nokkur stór gatnamót mislæg en þau voru öll tekin út þegar gerður var samningur árið 2012 milli ríkis og sveitarfélaga um að niðurgreiða almenningssamgöngur í tíu ár. Það er því ekkert að fara að gerast í borginni til 2022,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira