Bárðarbunga gýs að jafnaði tvisvar á öld: „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2020 12:39 Bárðarbunga er hæsti punkturinn á norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Öflugir skjálftar samhliða kvikusöfnun í Bárðarbungu gæti varað í áratugi. 26 gos hafa verið í Bárðarbungu síðustu 1.100 árin, sem gerir ríflega 2 gos á öld. Síðasta leiddu væringar í Bárðarbungu til stórs goss í Holuhrauni. Í gær varð skjálfti í Bárðarbungu sem var tæplega fimm að stærð. Fimm skjálftar af þeirri stærð hafa orðið í Bárðarbungu frá því gosi í Holuhrauni lauk árið 2015. „Þetta er heilmikil skjálftavirkni sem hefur verið í Bárðarbungu frá goslokum. Rannsóknir benda til að þarna sé kvikusöfnun í gangi og hún hafi hafist mjög snemma eftir að gosi lauk. Þetta eru komin nokkur ár með kvikusöfnun og við megum alveg búast við að hún haldi áfram um ókomin ár og þessari kvikusöfnun og landrisi og þenslu á þessu svæði fylgi þessi mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Bárðarbunga hefur haft hægt um sig í dag. Kristín segir ómögulegt að spá hversu langt sé í næsta gos í Bárðarbungu. Engin merki sjást þó nú um að gos sé yfirvofandi. Almannavarnir fylgdust grannt með Bárðarbungu árið 2014. Kvikusöfnunin þar leiddi hins vegar til goss í Holuhrauni þar sem kvikan úr Bárðarbungu leitaði um 50 kílómetra til norðausturs. Eldstöð Bárðarbungu er gríðarlega stór og getur kvikan þar leitað ýmist til Norðausturs eða suðausturs. Kristín segir ómögulegt að segja til um hvert kvikan mun leita í þetta skiptið. Gjósi hins vegar í Bárðarbungu sjálfri verður það sprengigos vegna ísbreiðunnar sem er yfir eldstöðinni. „En þetta er ómögulegt að segja, eins og ég segi eru þetta 26 eldgos sem eru þekkt á 1100 árum tvö eldgos á öld, og síðasta eldgos var 2014 og 2015 og það er ómögulegt að segja að næsta gos kemur, ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira