Pape Diouf, fyrrum forseti Marseille, er látinn en hann lést eftir baráttu við kórónuveiruna. Þetta var tilkynnt í gær en Pape lést í gær, þriðjudag.
Diouf lést á spítala í Senegal en hann hafði barist við veiruna í stuttan tíma. Hann var 86 ára gamall er hann lést en hann var forseti Marseille frá árunum 2005 til 2009.
Nokkrir knattspyrnumenn hafa sent fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur en þar á meðal eru þeir Samir Nasri og Benjamin Mendy en báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa leikið fyrir Marseille.
Nasri lék með Marseille frá 1997 til ársins 2008 áður en hann færði sig yfir til Arsenal en Mendy lék með félaginu frá 2013 til 2016 áður en hann fór til Mónakó og svo til Englandsmeistara Man. City.
Tu as été mon président et c est avec le c ur gros que je dois te dire au revoir tu es parti trop tôt jamais je ne t oublierai allah y rahmou Pape Diouf
— Samir Nasri Official (@SamNasri19) March 31, 2020
— Djibril Cisse (@DjibrilCisse) March 31, 2020
Beaucoup de tristesse en apprenant le décès de Pape Diouf... Un grand Président mais surtout un immense Homme, qui aura toujours dignement représenté l'OM et ses valeurs. Une grande perte pour le foot français et le continent africain. Reposez en paix pic.twitter.com/3lqI7VksOv
— Benjamin Mendy (@benmendy23) March 31, 2020