Innlent

Meiri trú á viðskiptalífinu en stjórnmálaflokkum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Könnunin sýnir að svarendur hafa litla trú á siðferði á Alþingi.
Könnunin sýnir að svarendur hafa litla trú á siðferði á Alþingi.
Um 53% Íslendinga telja spillingu hafa aukist á síðustu þremur árum, 32% telja hana hafa staðið í stað og að mati 15% hefur dregið úr spillingu. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent gerði fyrir hönd Transparency International.

Könnunin sem Capacent á Íslandi gerði er hluti af alþjóðlegri könnun sem gerð var. Samkvæmt niðurstöðum þeirrar könnunar hefur spilling aukist verulega í heiminum á undanförnum þremur árum að mati 60% þeirra sem tóku þátt. Einn af hverjum fjórum á heimsvísu segist hafa greitt mútur á síðastliðnu ári.

Þátttakendur voru meðal annars beðnir um að meta hversu mikil spilling viðgengist innan mismunandi þjóðfélagsstofnana þar sem einkunnin 1 merkti að viðkomandi stofnun væri óspillt og einkunnin 5 að hún væri gjörspillt. Stjórnmálaflokkar á Íslandi fengu einkunnina 4,3, Alþingi fékk 3,7, lögreglan 2,2, viðskiptalífið 4,0, fjölmiðlar 3,5, embættismenn 3,5, dómskerfið 2,7, almenn samtök 2,6, trúfélög 3,2 og menntakerfið fékk einkunnina 2,4.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×