Innlent

Starfsfólk Landsbankans gefur 6 milljónir í Jólaaðstoð

Starfsmenn Landsbankans afhentu fulltrúum hjálparsamtakanna framlag sitt við hátíðlega athöfn í sal útibúsins í Austurstræti í dag.
Starfsmenn Landsbankans afhentu fulltrúum hjálparsamtakanna framlag sitt við hátíðlega athöfn í sal útibúsins í Austurstræti í dag.

Starfsmenn Landsbankans söfnuðu rúmum 6 milljónum króna til styrktar Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.

„Þetta er annað árið í röð sem starfsmenn taka þátt í að létta undir með mikilvægu starfi hjálparsamtaka á Íslandi. Í fyrra söfnuðust einnig um sex milljónir króna í samskonar söfnun," segir í tilkynningu frá bankanum.

Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hafa undanfarin fimm ár unnið saman að því að aðstoða fólk fyrir jólin um land allt undir yfirskriftinni Jólaaðstoð og nú hefur Hjálpræðisherinn bæst í hópinn.

„Mörg hundruð starfsmenn lögðu sitt af mörkum með frjálsu framlagi. Starfsmannafélagið tvöfaldaði söfnunarupphæðina en framlag bankans er andvirði þess sem það kostar að senda prentuð jólakort til viðskiptavina. Samanlagt nemur framlagið 6.152.000 krónum," segir einnig og þess getið að framlagið muni nýtast þessum fjórum hjálparstofnunum við úthlutun matvæla, gjafa og til annarrar aðstoðar við fjölskyldur í neyð um land allt fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×