Erlent

Morðingi við dauðans dyr

Óli Tynes skrifar
Flakið af Pan American breiðþotunni.
Flakið af Pan American breiðþotunni.

Eini Libyumaðurinn sem hefur hlotið dóm fyrir Lockerbie sprengjutilræðið er sagður við dauðans dyr. Eftir áratuga þvarg var Adelbaset Megrahi framseldur frá Libyu til Alþjóðadómstólsins í Hollandi. Þar var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hlut sinn í að koma fyrir sprengju í Pan American þotu sem sprakk í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Þar fórust 270 manns.

Megrahi var útsendari Libysku leyniþjónustunnar. Hann er sjúkur af krabbameini og var sleppt úr fangelsi af mannúðarástæðum árið 2009. Við heimkomuna til Libyu var honum tekið eins og þjóðhetju sem vakti mikla gremju í Bandaríkjunum. Ættingjar hans segja nú að hann eigi fáa daga ólifað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×