Innlent

Tollverðir fundu áfengi, sígarettur og snus í flutningaskipi

Varningurinn var vel falinn eins og sjá má.
Varningurinn var vel falinn eins og sjá má. MYND/Tollstjóri
Tollgæslan lagði í síðustu viku hald á talsvert magn af smyglvarningi, sem fannst við leit í flutningaskipi.

Í frétt á heimasíðu Tollstjóra segir að öflugur hópur tollvarða hafi ásamt fíkniefnaleitarhundum tekið í verkefninu. „Alls fundust rúmlega rúmlega 110 lítrar af sterku áfengi 9 lítrar af léttu áfengi og rúmlega 132 lítrar af bjór í skipinu, en einnig var lagt hald á talsvert magn af vindlingum og snusi auk kjöts og fatnaðar," segir ennfremur.

Þá segir að árlega geri Tollgæslan árlega upptækt mikið magn af ólöglega innfluttum varningi sem reynt er að smygla til landsins. Mörg þessara mála upplýsast eingöngu vegna aðstoðar almennings og bendir tollstjóri á að hægt er að senda tollayfirvöldum upplýsingar um um smygl og ólöglegan inn- eða útflutning.

„Við minnum einnig á upplýsingasímann 800 5005, sem er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann," segir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×