Erlent

Ráðist á bíl Karls bretaprins

Óli Tynes skrifar
Hjónunum var brugðið við árásina.
Hjónunum var brugðið við árásina.

Það voru stúdentar að mótmæla hækkuðum skólagjöldum sem réðust á bíl hjónanna. Þeir höfðu áður reynt að brjóta sér leið inn í breska fjármálaráðuneytið og kom þar til harðra átaka. Tugir manna slösuðust, þar af slösuðust sex lögregluþjónar svo alvarlega að það þurfti að flytja þá á sjúkrahús. Lögreglumennirnir voru svo óheppnir að vegaviðgerðir stóðu yfir skammt frá ráðuneytinu. Þangað sóttu mótmælendur múrsteina sem þeir létu rigna yfir laganna verði. Lögreglunni tókst þó að verja ráðuneytið.

Karl prins og Camilla voru á leið í móttöku þegar einhver bar kennsl á þau. Það var eins og við manninn mælt, bíllinn var umkringdur og sparkað í hann og barið. Lögreglumenn voru snöggir á vettvang og ruddu bílnum braut. Ef einhverjar myndir náðust af þessu má búast við eftirmálum því ekki er tekið létt á árásum á konungsfjölskylduna.

Um úrslitin er það að segja að stúdentarnir töpuðu. Bæði fyrir lögreglunni og breska þinginu. Frumvarp um þreföldun skólagjalda var samþykkt með tuttugu og eins atkvæðis mun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×