Erlent

Þjófar í vandræðum með að fóta sig á sleipu búðargólfinu

Atli Ísleifsson skrifar
Mannanna er enn leitað en lögregla segir að mögulegt sé að þekkja þá á "sérkennilegu göngulagi“ þeirra.
Mannanna er enn leitað en lögregla segir að mögulegt sé að þekkja þá á "sérkennilegu göngulagi“ þeirra.
Lögregla í Bretlandi hefur birt myndband úr öryggismyndavél skartgripaverslunar sem sýnir hvernig þjófar reyna að fóta sig á hálu gólfi verslunarinnar sem þeir voru að ræna.

Sjá má hvernig þeir detta og renna á meðan þeir ræna skartgripi að verðmæti nokkurra milljóna króna í versluninni sem staðsett er í bænum Coventry.

Mennirnir brjóta gler til setja skartgripina í poka áður en þeir neyðast til að yfirgefa verslunina eftir að sérstakur þjófavarnarbúnaður verslunarinnar fyllir hana af reyk.

Í frétt Sky segir að mannanna sé enn leitað, en sjá má myndbandið að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×