Erlent

Réttarhöld yfir morðingja Chris Kyle hafin

Samúel Karl Ólason skrifar
Taya Kyle, ekka Chris Kyle.
Taya Kyle, ekka Chris Kyle. Vísir/EPA
Réttarhöldin yfir morðingja Chris Kyle, sem myndin American Sniper fjallar um, hófst í gær. En fyrrverandi hermanninum Eddie Ray Routh er gefið að hafa myrt Kyle og vin hans á skotsvæði. Chris Kyle aðstoðaði hermenn sem áttu við streituröskun að stríða og fjölskylda Routh hafði beðið hann um hjálp.

Verjendur Routh, segja hann eiga við geðræn vandamál að stríða og að hann sé ekki ábyrgur gjörða sinna.

Taya Kyle, ekka Chris Kyle, brast í grát í réttarsalnum í dag þegar hún lýsti síðustu augnablikum sínum með eiginmanni sínum. Þá kvaddi hún hann og vin hans Chad Littlefield, áður en þeir fóru á skotsvæði með Routh. Hún var fyrsta vitni sækjenda í málinu, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Eddie Ray Routh í dómsal.Vísir/EPA
Meðal sönnunargagna verjenda Routh eru sms skilaboð á milli Kyle og Littlefield þegar þeir voru á leið á skotsvæðið.

„Þessi gaur er gjörsamlega klikkaður,“ sendi Kyle til Littlefield og fékk svarið: „Hann er fyrir aftan mig. Gættu að mér.“

Routh var landgönguliði sem barðist í Írak og eftir það var hann sendur til Haítí. Hann er sagður hafa átt við streituröskun og geðræn vandamál að stríða. Verjendur hans segja smáskilaboðin sanna slæmt andlegt ástanda Routh. Hann hafi haldið að hann yrði að skjóta Kyle og Littlefield, því annars myndu þeir skjóta hann.

Lík Kyle og Littlefield fundust á skotsvæðinu nokkrum klukkustundum eftir að þeir lögðu af stað og höfðu þeir báðir verið skotnir margsinnis.


Tengdar fréttir

„Hún er jafn raunveruleg og Dirty Harry“

Fyrrverandi ríkisstjóri Minnesota ætlar ekki að sjá American Sniper en hann vann meiðyrðamál gegn dánarbúi skyttunnar vegna ummæla sem birtust í ævisögu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×