Erlent

Spjátrungar dansa á gröfunum

guðsteinn bjarnason skrifar
Á hverju ári koma spjátrungarnir saman á dánardægri helsta átrúnaðargoðs síns.
Á hverju ári koma spjátrungarnir saman á dánardægri helsta átrúnaðargoðs síns. nordicphotos/AFP
Á þriðjudaginn kom hópur skrautbúinna manna saman í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Hópurinn gekk um götur bæjarins alla leið að Gombe-kirkjugarðinum þar sem hann dansaði á gröf helsta átrúnaðargoðs síns.

Félagsskapurinn nefnist á frönsku Société des Ambianceurs et des Personnes Élégantes, sem útleggjast mætti Samtök fjörkálfa og glæsifólks.

Stofnandi samtakanna hét Stervos Niarcos Ngashie. Hann lést 10. febrúar árið 1995 í fangelsi í Frakklandi þar sem hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnabrot. Hann er grafinn í Kinshasa og ár hvert koma félagsmenn þar saman á dánardegi hans og dansa á gröfunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×