Fyrrverandi kennari arfleiddi Landbúnaðarháskólann að 200 milljónum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 09:51 Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri fékk rausnarlega gjöf frá fyrrverandi kennara. ja.is Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku. Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Fyrir andlát sitt þann 28. desember síðastliðinn bjó Magnús Óskarsson, fyrrverandi kennari og tilraunastjóri, þannig um hnútana að Landbúnaðarháskóli Íslands yrði arfleiddur að öllum hans eigum að honum látnum. Bændablaðið áætlar að þær hafi numið um 200 milljónum króna og er haft eftir rektor Landbúnaðarháskólans að gjöfin komi að góðum notum og að allir starfsmenn skólans séu þakklátir fyrir hana. Rektorinn segir jafnframt að arfinum hafi fylgt þau skilyrði að fjárhæðin verði nýtt til að efla anga skólans sem tengjast starfi Magnúsar, en hann bjó á Hvanneyri og starfaði við skólann alla sína starfsævi. Málverk af Magnúsi Óskarssyni í eigu skólans málað af Baltasar Samper.Landbúnðarháskóli Íslands Hlutverk Magnúsar var auk kennslu að koma upp grasafræðigarði og stunda tilraunir. Hann er þannig talinn einn af frumherjum í íslenskri tilrauna- og ræktunarsögu á sviði landbúnaðar. Arfinum er því ætlað að byggja upp aðstöðu til frekari rannsókna og kennslu á sviði jarðræktarfræða, umhverfisfræða og landnýtingar. Fjárhæðina megi einnig nýta til að efla íþróttaaðstöðu skólans eða verknámsaðstöðuna á Hvanneyri, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Magnús Óskarsson lést sem fyrr segir í lok síðasta árs. Hann var 93 ára gamall. Magnús varð búfræðikandidat frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1953 og réðist svo til skólans sem kennari og tilraunastjóri eftir framhaldsnám og störf í Danmörku.
Skóla - og menntamál Landbúnaður Andlát Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira