Innlent

Stuð á strandhandboltamóti

Ingveldur Geirsdóttir skrifar
Strandhandboltamót fór fram í Nauthólsvík í dag en þar öttu kappi bestu handboltakempur landsins í léttum leik. Spilað er á sokkaleistunum og liðið í bestu búningunum er verðlaunað.

Þetta er í tíunda sinn sem strandhandboltamótið er haldið í Nauthólsvík. Mótshaldarar kynntust leiknum í Þýskalandi og ákvaðu að koma slíku móti upp á Íslandi.

Hver leikur er tvisvar fimm mínútur að lengd og heldur hressari en venjulegur handbolti þó reglurnar séu svipaðar. Mjög erfitt er að drippla boltanum í sandinum.

Átján lið kepptu í dag, keppendur voru tæplega tvöhunduð og um enga aukvisa var að ræða því landsliðsfólk sást á vellinum.

Verðlaunafhendingin fer fram á lokahófi í kvöld. Þar verða bestu leikmennirnir líka verðlaunaðir og liðið í flottasta búningnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×