Skoskur ráðherra segir af sér vegna samskipta við unglingsdreng Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:15 Derek Mackay var talinn rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins. Vísir/Getty Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013. Bretland Skotland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Fjármálaráðherra skosku heimastjórnarinnar sagði af sér aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann ætlaði að leggja fram fjárlög eftir að upp komst um skilaboð sem hann sendi sextán ára gömlum dreng á samfélagsmiðlum um nokkurra mánaða skeið. Skoskir fjölmiðlar greindu frá því að Derek Mackay, fjármálaráðherra hefði verið í sambandi við drenginn í gegnum Instagram og Facebook frá því í ágúst. Ráðherrann hafi sett sig í samband við drenginn „upp úr engu“ og sagði honum meðal annars í skilaboðum að hann væri „sætur“. Mackay er sjálfur 42 ára gamall. Mackay sendi drengnum um 270 skilaboð á samfélagsmiðlunum og bauð honum meðal annars í kvöldverð og á rúgbíleik, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skilaboðin héldu áfram jafnvel eftir að drengurinn staðfesti að hann væri sextán ára og sagði Mackay að „reyna ekkert“. Nýjustu skilaboðin voru frá því fyrr í þessari viku. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar og Skoska þjóðarflokksins, sagðist hafa samþykkt afsögn Mackay með þeim orðum að ráðherrann hefði staðið sig vel í embætti en að hann hafi viðurkennt að hafa brugðist með hegðun sinni. Mackay sagðist hafa hegðað sér „eins og flón“ og að hann axlaði ábyrgð á framferði sínu. Hann hafði verið rísandi vonarstjarna innan Skoska þjóðarflokksins og var af mörgum talinn líklegur til að gegna embætti oddvita heimastjórnarinnar í framtíðinni. Hann kom opinberlega út úr skápnum þegar hann fór frá eiginkonu sinni árið 2013.
Bretland Skotland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent