Spjöll á NATO-verki tilkynnt til lögreglu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 21:45 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk hafa verið unnin á verkinu, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur. Mynd/Aðsend Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“ Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin í dag á listaverkinu 20 logar eftir Huldu Hákon sem stendur við Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið, sem er í umsjón Listasafns Reykjavíkur, var útmáð tjöru og fiðri auk þess sem bensínbrúsum og plastpokum var komið fyrir á logum verksins. Málað var sérstaklega yfir nafn Tyrklands á verkinu. „Ég býst við að þeta hafi verið gert í dag og heyrði af þessu fyrst frá samstarfskonu minni. Mér skilst að það hafi verið send út einhver yfirlýsing með myndum til fjölmiðla,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Verkið var afhjúpað af Halldóri Ásgrímssyni, George Robertson og Ígor Ívanov árið 2002 eftir að gengið hafi verið frá stofnun sameiginlegs samstarfsráðs NATO-ríkjanna og Rússlands á Hótel Sögu. Í nafnlausri ábendingu sem barst fjölmiðlum fyrr í kvöld segir að loginn hafi síðan þá smánað ásjónu borgarinnar. „Hann er stöðug áminning um tilætlaða undirgefni okkar við stórveldi og hernaðarsamfélag. Þessa dagana drepur Nato-þjóðin Tyrkland, með þöglu samþykki Rússlands og Nato-þjóðanna, frelsisbyltinguna í Rojava í Sýrlandi -- menn, konur og börn. Veimiltítuleg mótmæli Vesturlanda hafa holan hljóm. Þeim þykir vænna um vinskap fasistans Erdogan en um það samfélag réttlætis sem hann er að ráðast á. Þessi lydduháttur mun verða þeim og okkur til ævarandi smánunar. Minnisvarði um samstarfið sem leyfir Erdogan að níðast og drepa á ekki heima hér eða nokkursstaðar,“ segir þar jafnframt.Mynd/AðsendNýbúið að taka verkið í gegn Engin félagasamtök lýsa yfir ábyrgð á skemmdarverkunum, sem Sigurður Trausti segir að hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við erum að skoða þetta út frá því að þetta sé mögulega tryggingamál líka svo að þá fer það bara í ákveðið ferli og lögreglan er búin að mæta á staðinn og mynda og það er komið málsnúmer á þetta,“ segir Sigurður. „Við erum nýbúin að taka verkið alveg í gegn og gera við það og það var dýr framkvæmd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það er skemmt. Svo við munum bara bregðast við eins skjótt og við getum að meta skemmdirnar og gera við það.“ Hann segist ekki hafa nákvæma tölu um hversu oft skemmdarverk hafi verið unnin á þessu tiltekna verki en að safnið haldi utan um slíka tölfræði. Strax á morgun muni hann fara á staðinn og hefjast handa við að meta hversu miklar skemmdirnar eru og athuga til dæmis hvort atvikið hafi náðst á eftirlitsmyndavélar í nágrenninu. „Miðað við myndirnar sem ég hef séð þá virðist einhverju hafa verið slett á verkið. Það þarf að þrífa það en alltaf þegar um er að ræða listaverk þá eru þau náttúrulega viðkvæm og það þarf fagaðila. Það er ekki hægt að mæta á svæðið með háþrýstidælu. Það þurfa fagaðilar að meta skemmdirnar og laga.“
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira