Enski boltinn

Gazza sagðist eiga það til að kyssa fólk en þó ekki á kynferðislegan hátt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var létt yfir Gazza er hann yfirgaf réttarsalinn.
Það var létt yfir Gazza er hann yfirgaf réttarsalinn. vísir/getty
Knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne mætti í réttarsal í dag og lýsti sig saklausan af ásökunum um kynferðislega áreitni.

Hann var handtekinn um borð í lest eftir að hafa verið kærður um að hafa kysst konu án samþykkis í ágúst síðastliðnum.

Gazza sagði dómaranum að hann væri kærleiksríkur maður sem ætti það til að kyssa fólk en þó ekki á kynferðislegan hátt. Hann lofaði að draga fjölda fólks í vitnastúkuna sem myndi staðfesta það.

Gazza lét annars frekar ófriðlega í réttarsalnum og varð dómarinn að biðja hann um að hafa hljótt oftar en einu sinni.

Málið verður tekið fyrir þann 14. október og Gazza var mjög ósáttur að þurfa að bíða svona lengi eftir því að klára þetta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×