Sambandsleysið á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 17:22 Innanríkisráðherra gat ekki svarað því hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komin á Vestfjörðum. Myndin er frá Flateyri. Vísir/Anton Brink Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn. Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn.
Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44
„Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22
Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05