Eldflaugum skotið að þinghúsinu 1. september 2004 00:01 Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins. Uppreisnarmenn skutu fyrst fimm eldflaugum að hinu svokallaða Græna svæði í miðborg Bagdads í morgun, rétt áður en þingfundur átti að hefjast. Græna svæðið er vel víggirt og sér bandaríski herinn um hervernd því þar er að finna helstu stjórnarbyggingar landsins og höfuðstöðvar bandaríska hersins í Írak. Eftir að þing var sett var tveimur öðrum eldflaugum skotið að svæðinu og er talið að þeim hafi verið beint að þinghúsinu. Betur fór en á horfðist því einungis einn maður særðist í árásunum. Það þykir hins vegar áhyggjuefni að uppreisnarmenn skuli komast svo nálægt hinu verndaða svæði. Sprengingarnar heyrðust vel inni í þinghúsinu og mörgum þingmönnum var brugðið en þeir eru um hundrað talsins. Apache-herþyrlur voru samstundis sendar í loftið og hringsóluðu lengi vel yfir borginni í leit að uppreisnarmönnunum. Þegar um þrettán hundruð írakskir fulltrúar hittust til að velja þingmennina fyrir rúmum mánuði tókst árásarmönnum einnig að skjóta tveimur eldflaugum nálægt fundarstaðnum og létust tveir óbreyttir borgarar. Vígamenn gerðu svo skotárás á bílalest háttsetts sjíta í Najaf í morgun og særðust tveir. Íröksk stjórnvöld reyna nú að leita ráða til þess að tryggja betur öryggi stjórnmálamanna í landinu en fjölmargir háttsettir stjórnmálamenn hafa látið í lífið í árásum síðustu mánuði. Á myndinni sést írakska lögreglan girða af svæði nærri þinghúsinu í Bagdad í kjölfar sprenginganna í morgun.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira