Erlent

Slys með keðjusög engin afsökun fyrir stút

Samúel Karl Ólason skrifar
Dómarinn sagði áfengismagnið til marks um hve hættulegur Withrow hefði verið í umferðinni.
Dómarinn sagði áfengismagnið til marks um hve hættulegur Withrow hefði verið í umferðinni. Vísir/Getty
Ástralskur maður segist hafa drukkið gin til að deyfa sársaukann eftir að hafa skorist illa á hendi. Hann keyrði ölvaður á sjúkrahús og reyndi að sleppa við refsingu, sem tókst ekki. Dómari segir slysið enga afsökun og að hann hefði getað hringt á sjúkrabíl, leigubíl eða fengið nágranna til að keyra sig.

Eftir að Timothy Withrow skarst illa á hendi þegar hann meðhöndlaði vélsög í febrúar í fyrra, segist hann hafa hringt eftir sjúkrabíl og fengið þær upplýsingar að þeir væru mjög uppteknir. Hann segist hafa óttast að fá sýkingu í sárið.

Því hafi hann hreinsað sárið og saumað fyrir með girni. Þá hafi hann drukkið gin til að deyfa sársaukann áður en hann keyrði sjálfur á sjúkrahús. Þar mældist áfengismagn í blóði hans 0,175 prómill, sem er þrefalt meira en leyfilegt er í Ástralíu. Hann var sviptur ökuréttindum en hefur reynt að fá þeim dómi snúið.

Hæstaréttardómarinn sem fjallaði um málið segir þó slysið ekki vera afsökun fyrir ölvunarakstri, samkvæmt frétt á vef Guardian. Dómarinn sagði áfengismagnið til marks um hve hættulegur Withrow hefði verið í umferðinni og að hann hefði átt að fá einhvern annan til að keyra sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×