Erlent

Minnst 20 létu lífið á karnivali á Haítí

Samúel Karl Ólason skrifar
Karnivalið í Haítí er árlegur viðburður.
Karnivalið í Haítí er árlegur viðburður. Vísir/AFP
Minnst 20 manns létu lífið þegar rafmagnslína féll á vagn í höfuðborg Haítí, Port-au-Prince. Vagninn var hluti af þriggja daga karnival hátíð og var fjöldi fólks á honum auk hljómsveitar. Þúsundir taka þátt í þessari árlegu hátíð, en tugir slösuðust þegar línan féll.

Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að einhver hafi reynt að lyfta rafmagnslínunni með stöng svo að hægt væri að keyra vagninum undir hana, með fyrrgreindum afleiðingum.

„Ég sá vírinn falla og neista svo ég hljóp eins og ég ætti lífið að leysa,“ hefur AP eftir hinni 22 ára Natacha Saint Fleur.

Gífurlegur fjöldi fólks fór á sjúkrahús í borginni. Sumir hverjir berandi slasaðir en aðrir að leita að fjölskyldumeðlimum.

Samkvæmt Reuters kviknaði í vagninum þegar söngvari rapphljómsveitar fékk rafmagnslínuna í höfuðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×