Raunverulegir þolendur flóttamannavandans Atli Viðar Thorstensen skrifar 4. mars 2016 07:00 Á síðasta ári leitaði rúm milljón flóttamanna skjóls í Evrópu. Langflestir þeirra koma frá stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Afganistan, Írak og Sómalíu. En eru milljón flóttamenn margir flóttamenn? Til að svara því er ef til vill rétt að setja hlutina í samhengi. Samhengið skiptir máli. Þegar haft er í huga að í heiminum eru alls um 60 milljónir flóttamanna er milljón ekki svo mikið. Og heldur ekki þegar haft er í huga að Evrópa er auðug heimsálfa þar sem eru yfir 700 milljónir íbúa. En hvað með fjölda flóttamanna á Íslandi? Eru 355 hælisleitendur sem óskuðu hælis hérlendis á síðasta ári há tala eða talan 700 sem er líklegur fjöldi hælisleitenda á þessu ári? Þegar haft er í huga að yfir milljón ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári eru 700 hælisleitendur ekki ýkja há tala. Og kannski ekki heldur þegar haft er í huga að á síðasta ári komu fleiri ferðamenn til Íslands heldur en leituðu hælis í allri álfunni.Flestir flóttamenn í eigin landi Það er vert að undirstrika að flóttafólk er einungis venjulegt fólk sem hefur lent í óvenjulegum aðstæðum og að langflestir flóttamenn eru flóttamenn í eigin landi. Á eftir þeim má nefna þann hóp flóttamanna leitar skjóls í nágrannaríkjum þar sem aðstæður geta verið bágbornar. Þar gæti jafnvel verið óstöðugt ástand í kjölfar vopnaðra átaka sem takmarka getu til að veita aðstoð. Sem dæmi má nefna að um þessar mundir búa tæpar tvær milljónir flóttamanna í smáríkinu Líbanon sem telur venjulega tæpar sex milljónir íbúa. Af þessum tveimur milljónum er rúm ein milljón Sýrlendinga. Það er flóttamannavandi í Evrópu. Vandi sem er til kominn vegna þess að fólk hefur flúið vopnuð átök í heimalöndum sínum. En áttum okkur á því að það eru ekki Evrópubúar sem þurfa að finna fyrir þessum vanda að neinu teljandi marki. Og hvað þá Íslendingar. Fólkið sem neyddist til að yfirgefa heimili sín, lífsviðurværi, fjölskyldu og ástvini. Það finnur fyrir vandanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári leitaði rúm milljón flóttamanna skjóls í Evrópu. Langflestir þeirra koma frá stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland, Afganistan, Írak og Sómalíu. En eru milljón flóttamenn margir flóttamenn? Til að svara því er ef til vill rétt að setja hlutina í samhengi. Samhengið skiptir máli. Þegar haft er í huga að í heiminum eru alls um 60 milljónir flóttamanna er milljón ekki svo mikið. Og heldur ekki þegar haft er í huga að Evrópa er auðug heimsálfa þar sem eru yfir 700 milljónir íbúa. En hvað með fjölda flóttamanna á Íslandi? Eru 355 hælisleitendur sem óskuðu hælis hérlendis á síðasta ári há tala eða talan 700 sem er líklegur fjöldi hælisleitenda á þessu ári? Þegar haft er í huga að yfir milljón ferðamenn komu til Íslands á síðasta ári eru 700 hælisleitendur ekki ýkja há tala. Og kannski ekki heldur þegar haft er í huga að á síðasta ári komu fleiri ferðamenn til Íslands heldur en leituðu hælis í allri álfunni.Flestir flóttamenn í eigin landi Það er vert að undirstrika að flóttafólk er einungis venjulegt fólk sem hefur lent í óvenjulegum aðstæðum og að langflestir flóttamenn eru flóttamenn í eigin landi. Á eftir þeim má nefna þann hóp flóttamanna leitar skjóls í nágrannaríkjum þar sem aðstæður geta verið bágbornar. Þar gæti jafnvel verið óstöðugt ástand í kjölfar vopnaðra átaka sem takmarka getu til að veita aðstoð. Sem dæmi má nefna að um þessar mundir búa tæpar tvær milljónir flóttamanna í smáríkinu Líbanon sem telur venjulega tæpar sex milljónir íbúa. Af þessum tveimur milljónum er rúm ein milljón Sýrlendinga. Það er flóttamannavandi í Evrópu. Vandi sem er til kominn vegna þess að fólk hefur flúið vopnuð átök í heimalöndum sínum. En áttum okkur á því að það eru ekki Evrópubúar sem þurfa að finna fyrir þessum vanda að neinu teljandi marki. Og hvað þá Íslendingar. Fólkið sem neyddist til að yfirgefa heimili sín, lífsviðurværi, fjölskyldu og ástvini. Það finnur fyrir vandanum.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar