Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu BBI skrifar 16. október 2012 13:37 Geir Jón Þórisson í Valhöll í dag. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. Geir Jón hélt erindi í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, í hádeginu þar sem hann lýsti upplifun sinni af mótmælunum eftir hrunið. Hann segist viss um að umræðan í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í nímenningamálinu og tekur þar að eigin sögn undir skoðanir Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Í málinu voru níu aðilar sem ruddust til inngöngu í Alþingishúsið þann 8. desember árið 2008 sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi. Einhverjir þeirra hlutu hins vegar dóm fyrir minni afbrot. Geir lítur á þennan dag, 8. desember 2008, sem einn alvarlegasta dag mótmælanna. Að hans mati komu þeir starfsmenn þingsins og lögreglumenn sem stóðu í vegi fyrir mótmælendunum við inngang Alþings í veg fyrir mikla innrás. „Þingið hefði verið tekið þar yfir ef starfsfólkið hefði ekki staðið gegn mótmælendunum," segir hann og viðraði þá skoðun að mannréttindahugtakið væri stundum dálítið háð hentistefnu.Kostnaður lögreglu Á fundinum í Valhöll fór Geir Jón yfir atburðarrásina stuttu eftir hrunið og lýsti því álagi sem lögreglan varð fyrir. Hann telur að kostnaður lögreglunnar vegna mótmælanna eftir hrun nemi tæpum 100 milljónum á verðlagi dagsins í dag. „Og einmitt á þessum tímum var ákveðið að skera niður hjá lögreglunni eins og annars staðar," segir hann.Alþingismenn tóku þátt Geir Jón fjallaði ekki um skýrslu sem hann skrifaði sem vinnuplagg fyrir lögregluna um mótmælin á fundinum í dag. Margir ætla að þar komi fram upplýsingar um hvaða þingmenn hafi skipt sér af mótmælunum, verið í símasambandi við mótmælendur og haft áhrif á framgang mála. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur neitað Alþingi um afrit af skýrslunni, enda sé hún vinnuplagg lögreglu og eigi ekki erindi í þingsal. Geir Jón sagði engu að síður lítillega frá þessum atvikum á fundinum í dag og rifjaði upp hvernig lögreglan fékk vitneskju frá þingmönnum sjálfum um hverjir þeirra voru í sambandi við mótmælendur. Á sínum tíma hefði þó verið ákveðið að lögregla skipti sér ekki frekar að þeim þætti málsins. „Nú er Alþingi að kalla eftir skýrslu sem ég gerði um málið," sagði hann og finnst það frekar öfugsnúið þar sem að hann fékk sjálfur sínar upplýsingar frá Alþingi. „Öll vitneskja sem skiptir máli er til í Alþingishúsinu. Það þarf bara að kíkja á fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar árið 2009," sagði hann.Álag á lögregluGeir Jón segir að þessir atburðir hafi verið erfiðir fyrir lögreglumenn sem máttu standa undir stanslausum svívirðingum, árásum og grjótkasti. „Lögreglumenn voru að leggja líf sitt í þessa aðgerð. Þeir komu ekki heim tímunum saman. Stóðu þarna í 18 klukkutíma. Fengu jafnvel grjót í höfuðið. Eftir nóttina lágu 9 lögreglumenn slasaðir," segir hann um mótmælin 21. janúar 2009. „Þetta er í fyrsta skipti og vonandi síðasta skipti sem íslensk þjóð og lögreglan þurfa að standa frammi fyrir svona aðgerðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Og enn á kannski eftir að gera upp áhrifin sem þetta hafði á lögreglumenn. Lögreglumenn voru í sömu stöðu og margir þeirra sem voru að mótmæla, höfðu kannski misst allt sitt," sagði Geir í lok ávarpsins. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. Geir Jón hélt erindi í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, í hádeginu þar sem hann lýsti upplifun sinni af mótmælunum eftir hrunið. Hann segist viss um að umræðan í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á niðurstöðu dómstóla í nímenningamálinu og tekur þar að eigin sögn undir skoðanir Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Í málinu voru níu aðilar sem ruddust til inngöngu í Alþingishúsið þann 8. desember árið 2008 sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi. Einhverjir þeirra hlutu hins vegar dóm fyrir minni afbrot. Geir lítur á þennan dag, 8. desember 2008, sem einn alvarlegasta dag mótmælanna. Að hans mati komu þeir starfsmenn þingsins og lögreglumenn sem stóðu í vegi fyrir mótmælendunum við inngang Alþings í veg fyrir mikla innrás. „Þingið hefði verið tekið þar yfir ef starfsfólkið hefði ekki staðið gegn mótmælendunum," segir hann og viðraði þá skoðun að mannréttindahugtakið væri stundum dálítið háð hentistefnu.Kostnaður lögreglu Á fundinum í Valhöll fór Geir Jón yfir atburðarrásina stuttu eftir hrunið og lýsti því álagi sem lögreglan varð fyrir. Hann telur að kostnaður lögreglunnar vegna mótmælanna eftir hrun nemi tæpum 100 milljónum á verðlagi dagsins í dag. „Og einmitt á þessum tímum var ákveðið að skera niður hjá lögreglunni eins og annars staðar," segir hann.Alþingismenn tóku þátt Geir Jón fjallaði ekki um skýrslu sem hann skrifaði sem vinnuplagg fyrir lögregluna um mótmælin á fundinum í dag. Margir ætla að þar komi fram upplýsingar um hvaða þingmenn hafi skipt sér af mótmælunum, verið í símasambandi við mótmælendur og haft áhrif á framgang mála. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur neitað Alþingi um afrit af skýrslunni, enda sé hún vinnuplagg lögreglu og eigi ekki erindi í þingsal. Geir Jón sagði engu að síður lítillega frá þessum atvikum á fundinum í dag og rifjaði upp hvernig lögreglan fékk vitneskju frá þingmönnum sjálfum um hverjir þeirra voru í sambandi við mótmælendur. Á sínum tíma hefði þó verið ákveðið að lögregla skipti sér ekki frekar að þeim þætti málsins. „Nú er Alþingi að kalla eftir skýrslu sem ég gerði um málið," sagði hann og finnst það frekar öfugsnúið þar sem að hann fékk sjálfur sínar upplýsingar frá Alþingi. „Öll vitneskja sem skiptir máli er til í Alþingishúsinu. Það þarf bara að kíkja á fundargerð forsætisnefndar þingsins frá 21. janúar árið 2009," sagði hann.Álag á lögregluGeir Jón segir að þessir atburðir hafi verið erfiðir fyrir lögreglumenn sem máttu standa undir stanslausum svívirðingum, árásum og grjótkasti. „Lögreglumenn voru að leggja líf sitt í þessa aðgerð. Þeir komu ekki heim tímunum saman. Stóðu þarna í 18 klukkutíma. Fengu jafnvel grjót í höfuðið. Eftir nóttina lágu 9 lögreglumenn slasaðir," segir hann um mótmælin 21. janúar 2009. „Þetta er í fyrsta skipti og vonandi síðasta skipti sem íslensk þjóð og lögreglan þurfa að standa frammi fyrir svona aðgerðum. Þetta er það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Og enn á kannski eftir að gera upp áhrifin sem þetta hafði á lögreglumenn. Lögreglumenn voru í sömu stöðu og margir þeirra sem voru að mótmæla, höfðu kannski misst allt sitt," sagði Geir í lok ávarpsins.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira