Innlent

Íslendingar gætu verið að einangrast í makrílmálinu

Fulltrúar Norðmanna, Evrópusambandsins og Færeyinga eru að hefja viðræður í Kaupmannahöfn um skiptingu makrílkvóta í norðurhöfum á næsta ári, án þáttöku Íslendinga. Nái þessir þrír samkomulagi, einangrast Ísland í vissum skilningi.

Evrópusambandið og Norðmenn hafa hingaðtil skammtað sér úthlutun á nær öllu því sem Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að veitt verði á hverju ári. Samkomulag hefur verið um þáttöku Rússa í veiðunum en Færeyingar telja sig fá allt of litla úthlutun miðað við hlutffall af makríl í þeirra lögsögu, og þjóðirnar , sem hafa tekið sér úthlutunarvaldið, vilja ekki viðurkenna tilveru makrílsins á Íslandsmiðum í þeim mæli sem hún er orðin.

Því hafa Íslendignar og Færeyingar einhliða úthlutað sér makrílkvóta, með tilliti til makríl-magnsins í sínum lögsögum. Þær veiðar kalla andstæðingarnir óábyrga rányrkju, og jafnvel hafa heyrst kröfur um viðskiptaþvinganir. Samtímis er ekki hlustað á ítrekaðar óskir Íslendinga um eðlilega hlutdeild í heildarkvótanum.

Náist samkomulag við Færeyinga yrði Ísland skotmark í áróðursstríðinu, en hagsmunasamtök hér benda á að þvinganir gegn okkur væru brot á alþjóðlegum viðskiptaasmningum sem Íslendingar og hinar þjóðirnar eru aðillar að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×