Innlent

Frábær veiði og verð hrogna hátt

Oddur V. Jóhannsson gerir út á grásleppu og er einn af 344 bátum sem gerðu út í sumar.
fréttablaðið/jón sigurður
Oddur V. Jóhannsson gerir út á grásleppu og er einn af 344 bátum sem gerðu út í sumar. fréttablaðið/jón sigurður
Heildarafli á grásleppuvertíðinni 2010 svaraði til 17.947 tunna af söltuðum hrognum. Fara þarf aftur til ársins 1987 til að finna viðlíka veiði, eins og kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Afkoma flestra sem stunduðu veiðarnar var góð, enda hátt verð á hrognunum.

Alls stunduðu 344 bátar veiðarnar á vertíðinni, sem var 65 bátum fleira en 2009. Langmest veiði var í Breiðafirði, 5.480 tunnur eða 30 prósent heildarveiðinnar. Mestu var landað í Stykkishólmi, 2.736 tunnum. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×