Fótbolti

Albert fékk fimm mínútur í tapi gegn gömlu félögunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert og félagar bregða á leik í kvöld.
Albert og félagar bregða á leik í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson spilaði í fimm mínútur er AZ Alkmaar tapaði 3-1 fyrir PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Albert kom til AZ frá PSV í sumar en hann hafði verið á mála hjá PSV frá því árið 2015 áður en hann færði sig yfir til Alkmaar í sumar.

Það byrjaði vel fyrir AZ því á sextándu mínútu komust þeir yfir með marki frá Mats Seuntjens en fimm mínútum fyrir hlé jafnaði Steven Bergwijn.

Síðari hálfleikur var einungis tveggja mínútna gamall er Michal Sadilek kom PSV í 2-1 og Mexíkóinn frábæri Hirving Lozano innsiglaði sigur PSV af vítapunktinum sex mínútum fyrir leikslok.

Albert var skipt inn á er fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en PSV er á toppi deildarinnar með 48 stig. Í sjöunda sætinu er AZ með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×