Innlent

Fluttu inn löglegt fíkniefni og voru sýknaðir

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Tveir einstaklingar voru sýknaðir í dag af innfluttningi á tæplega fjórum kílóum af efninu 4-flúoróamfetamín í desember á síðasta ári. Efnið er náskylt amfetamíni en Rannsóknarstofa Háskóla Íslands telur efnið megi flokka sem ávana- og fíkniefni.

Aftur á móti var efnið ekki ólöglegt þegar maðurinn flutti það inn og var því sýknaður. Í yfirheyrslum hjá lögreglunni sagðist hann hafa talið að um „lyktarlaust" kókaín væri að ræða. Hann var því ákærður fyrir tilraun til þess að flytja ólöglegt fíniefni til landsins. Hann var þó sýknaður af því einnig.

Hinn maðurinn var ákærður fyrir að flytja efnið til landsins. Hann var einnig sýknaður.

Efnið er ólöglegt í dag og var gert upptækt samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×