Innlent

Síðari greiðslan samþykkt á Alþingi

seðlar
seðlar
Alþingi samþykkti í fyrrakvöld fjáraukalög næsta árs og þar með greiðslu síðari hluta bótanna til Árbótarhjóna. Fyrri hlutinn, tólf milljónir, var greiddur úr sjóðum Barnaverndarstofu nú í haust en Barnaverndarstofa fær aukafjárveitingu úr ríkissjóði á næsta ári til að greiða seinni átján milljónirnar.

Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmálaráðherra, hefur sagt að það hafi verið að kröfu hans að aukafjárveiting fékkst fyrir hluta greiðslunnar þar sem honum hafi þótt það ganga of nærri barnaverndarstarfi í landinu að verja miklu meiru en rúmum tíu milljónum í bæturnar úr sjóðum þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×