Frozen II innblásin af íslenskri náttúru Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:45 Glöggir áhorfendur ættu að geta séð í myndinni innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru. Mynd/Disney Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira