Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2020 18:00 Tímabilinu er ekki lokið hjá Martin Hermannssyni, alla vega ekki ef áætlanir ganga eftir. VÍSIR/GETTY Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið hvernig tímabilinu verði lokið. Sjö félög lýstu sig mótfallin ákvörðuninni. Hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins og er ljóst að hefðbundinni deildakeppni verður ekki haldið áfram. Þess í stað verður farið beint í úrslitakeppni sem verður með sérstökum hætti. Þar taka þátt tíu lið en hin sjö í deildinni höfnuðu þátttöku. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla. Eftir riðlakeppni fara fram átta liða úrslit, svo undanúrslit og loks úrslit. Áætlað er að keppnin verði leikin á þremur vikum, án áhorfenda enda hefur verið lokað fyrir fjöldasamkomur í Þýskalandi út sumarið. Leikið verður í einni höll og verður tilkynnt um leikstað 4. maí. Martin Hermannsson og félagar í bikarmeistaraliði Alba Berlín verða meðal þátttakenda en liðið var í 4. sæti þegar hlé var gert á deildinni. Bayern München var þá efst. Auk þeirra taka Ludwigsburg, Crailsheim, Oldenburg, Vechta, Brose Bamberg, Göttingen, Ratiopharm Ulm og Fraport Skyliners þátt. Tekið er fram í tilkynningu á heimasíðu þýsku deildarinnar að aðeins verði spilað ef hægt verði að tryggja heilsu leikmanna, þjálfara og annarra sem að keppninni koma. Úrslitakeppninni verður að vera lokið 30. júní. Ljóst er að ekkert lið fellur úr deildinni í ár. Körfubolti Tengdar fréttir Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands í körfubolta hafa ákveðið hvernig tímabilinu verði lokið. Sjö félög lýstu sig mótfallin ákvörðuninni. Hlé var gert á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins og er ljóst að hefðbundinni deildakeppni verður ekki haldið áfram. Þess í stað verður farið beint í úrslitakeppni sem verður með sérstökum hætti. Þar taka þátt tíu lið en hin sjö í deildinni höfnuðu þátttöku. Liðunum tíu verður skipt í tvo fimm liða riðla. Eftir riðlakeppni fara fram átta liða úrslit, svo undanúrslit og loks úrslit. Áætlað er að keppnin verði leikin á þremur vikum, án áhorfenda enda hefur verið lokað fyrir fjöldasamkomur í Þýskalandi út sumarið. Leikið verður í einni höll og verður tilkynnt um leikstað 4. maí. Martin Hermannsson og félagar í bikarmeistaraliði Alba Berlín verða meðal þátttakenda en liðið var í 4. sæti þegar hlé var gert á deildinni. Bayern München var þá efst. Auk þeirra taka Ludwigsburg, Crailsheim, Oldenburg, Vechta, Brose Bamberg, Göttingen, Ratiopharm Ulm og Fraport Skyliners þátt. Tekið er fram í tilkynningu á heimasíðu þýsku deildarinnar að aðeins verði spilað ef hægt verði að tryggja heilsu leikmanna, þjálfara og annarra sem að keppninni koma. Úrslitakeppninni verður að vera lokið 30. júní. Ljóst er að ekkert lið fellur úr deildinni í ár.
Körfubolti Tengdar fréttir Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01 Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00
EuroLeague frestar leikjum ótímabundið FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín. 12. mars 2020 12:01
Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða "Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku. 25. febrúar 2020 07:00
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum