Innlent

Upplýsingagjöf helsta hagsmunamálið

Stjórn Samáls, Rannveig Rist, Ragnar Guðmundsson og  Tómas Már Sigurðsson ásamt framkvæmdastjóranum Þorsteini Víglundssyni.Fréttablaðið/GVA
Stjórn Samáls, Rannveig Rist, Ragnar Guðmundsson og Tómas Már Sigurðsson ásamt framkvæmdastjóranum Þorsteini Víglundssyni.Fréttablaðið/GVA

Álframleiðendur á Íslandi, Rio Tinto Alcan, Alcoa Fjarðaál og Norðurál, hafa tekið höndum saman til að vinna að sameigin­legum hagsmunum atvinnugreinar­innar og stofnað Samtök álframleiðenda, eða Samál. Að sögn Rannveigar Rist, stjórnar­formanns Samáls, er helsta hagsmunamál áliðnaðarins á Íslandi í dag upplýsingagjöf.

Á fundinum voru reifaðar niður­stöður viðhorfskönnunar sem gerð var á vegum Samáls, en þar kom í ljós að meirihluti svarenda var jákvæður í garð íslensks áliðnaðar. Samál leggur áherslu á að koma til skila góðum árangri álfyrirtækja í umhverfismálum og jákvæðum hagrænum áhrifum, en ál­iðnaðurinn skilar um 70 milljörðum, af 170 milljarða útflutningstekjum, inn í efnahagslífið á hverju ári.

Þorsteinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Samáls, segir aðspurður að erfitt sé að sjá af þessari könnun hvort almenningur sé hlynntur frekari vexti ál­iðnaðar hér á landi.

„Það má hins vegar fullyrða út frá stöðugt jákvæðu viðhorfi sem mælst hefur um langt árabil, samhliða hinni miklu uppbyggingu sem hefur verið innan greinarinnar. Þannig að það hefur ekki haft neikvæð áhrif á viðhorf almennings.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×