Innlent

Tæplega 50% treysta prestum

Biskup sagði í ræðu sinni á Kirkjuþingi um helgina að niðurstöður könnunarinnar endurspegluðu jákvætt viðhorf almennings til kirkjunnar.
fréttablaðið/vilhelm
Biskup sagði í ræðu sinni á Kirkjuþingi um helgina að niðurstöður könnunarinnar endurspegluðu jákvætt viðhorf almennings til kirkjunnar. fréttablaðið/vilhelm

Tæplega helmingur landsmanna ber mikið traust til sinnar sóknarkirkju og prestanna í sinni sókn. Tæp tuttugu prósent bera lítið traust til þeirra. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýlegrar könnunar Capacent sem unnin var fyrir Biskupsstofu.

Traust landsmanna til kirkju og presta virðist vera meira á landsbyggðinni en á höfuðborgar­svæðinu og kirkjusókn er það einnig. Samkvæmt könnuninni fara Íslendingar fjórum sinnum í kirkju á ári að meðaltali.

Tæp 45 prósent aðspurðra sögðust bera mikið traust til sóknarkirkjunnar sinnar, en rúm tuttugu prósent bera lítið traust til hennar.

Könnunin var gerð á tímabilinu 30. september til 7. október síðastliðinn. Úrtakið var 1.171 einstaklingur, 18 ára og eldri, af landinu öllu. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×