Innlent

Hægt að skila Jónínu í Office 1

Ævisaga Jónínu Ben, skrifuð af Sölva Tryggvasyni, var þriðja mest selda bókin í síðustu viku
Ævisaga Jónínu Ben, skrifuð af Sölva Tryggvasyni, var þriðja mest selda bókin í síðustu viku
Ævisaga Jónínu Benediktsdóttur sem hingað til hefur aðeins fengist hjá N1 fæst nú einnig í verslunum Office 1. Nokkra athygli hefur vakið að ekki er hægt að skipta bókinni hjá N1. Það er hins vegar hægt hjá Office 1.

Erling Valur Ingason, markaðsstjóri Office 1, segir að í tilefni þess að verslanirnar hafa tekið bókina til sölu verður hún á hálfvirði í dag. Venjulegt verð á bókinni í N1 er 3.980 krónur en í dag verður hún seld á 1.990 krónur í Office 1.

„Við höfum tryggt Jónínu pláss í hillunum hjá okkur ásamt úrvali jólabóka sem við munum sprikla með verðið á. Það er mikil samkeppni í bóksölu á þessum tíma og við höfum ætíð sótt fram af krafti fyrir jólin. Við leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og eins og áður leggjum við áherslu á að skiptimiðinn skiptir ekki máli enda geta landsmenn skipt bókum í Office 1 eftir jólin hvar svo sem þær voru keyptar," segir Erling.


Tengdar fréttir

Ekki hægt að skipta ævisögum Jónínu og Björgvins

Enginn skilaréttur er á ævisögum þeirra Jónínu Benediktsdóttur og Björgvins G. Sigurðssonar sem einungis eru seldar í verslunum N1. Viðskiptaráðuneytið hefur í samvinnu við Neytendasamtökin sett fram leiðbeinandi verklagsreglur um skilarétt en verslunum er í sjálfvald sett hvort þær fara eftir þeim. Það er því fullkomlega löglegt að meina viðskiptavinum að skipta ógallaðri vöru. „Fólk þarf að kaupa þessar bækur með þá staðreynd í huga að þeim er ekki hægt að skila. Við hvetjum fólk til að vera meðvitað um þetta. Það er í raun það eina sem við getum gert," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×