Innlent

Borðar 6500 kalóríur á dag

Vöðvatröllið Jay Cutler borðar 2,5 kíló af kjöti á dag, tekur tvö flugsæti og getur ekki klórað sér sjálfur. „Það kostar mig jafnmikið að láta breyta gallabuxum og að kaupa þær," segir Cutler sem er margfaldur heimsmeistari í vaxtarrækt. Rætt var við hann og Egill Einarsson, eða Gillz eins og hann er oftast nefndur, í þættinum Ísland í dag að loknum fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að horfa á viðtalið hér.

„Ég borða mikið, æfi fimm daga vikunnar og borða sjö sinnum á dag," segir Cutler. Það gerir um 6500 kalóríur á dag. „Ég borða t.d. yfirleitt um 2,5 kíló af kjöti daglega. Í morgunmat borða ég t.d. 28 eggjahvítur og kolvetnaduft, auk appelsínusafa og vatns. Í önnur mál borða ég tæpt hálft kíló af kjöti. Oftast borða ég 1000 hitaeiningar af kolvetnum á dag, enda er ég tæp 140 kíló."

Cutler segir erfitt að finna föt sem passa. „Ég geng sjaldan í síðerma fötum, rétt eins og Gillz. Þeir sem æfa með mér mega ekki vera í síðerma fötum."

Þá segir hann: „Á ferðalögum er erfitt að finna mat sem hæfir mataræðinu mínu og evrópskir bílar eru of þröngir fyrir mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×