Innlent

Getur hindrað garnaflækju

Jón Gnarr borgarstjóri afhenti verðlaun fyrir bestu lausnina, frumlegustu hugmyndina og flottasta myndbandið. Fréttablaðið/Valli
Jón Gnarr borgarstjóri afhenti verðlaun fyrir bestu lausnina, frumlegustu hugmyndina og flottasta myndbandið. Fréttablaðið/Valli

Hjálpartæki þeirra sem ánægju hafa af því að prjóna bar sigur úr býtum í Snilldarlausnum Marel, hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna, sem lauk í gær. Þátttakendur í keppninni áttu að auka notagildi pappakassa.

Sigurvegararnir voru þær Lilja Björk Hauksdóttir, Magnea Ósk Örvarsdóttir og Sigurveig Gunnars­dóttir, sem eru nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, en þær útbjuggu hirslu úr pappakassa fyrir garnhnykla. Göt eru á hliðum kassans og út um þau má þræða enda garnsins. Þetta fyrir­komulag kemur í veg fyrir að garnið flækist við prjónaskapinn. Til viðbótar útbjuggu þær pappaspjöld sem nota má sem skilrúm þegar prjónað er úr fleiri en einum hnykli.

Nemendur við Framhaldsskólinn á Húsavík sendu fimm myndbönd í keppnina þar sem pappakassinn var útfærður en enginn einn skóli sendi inn jafn mörg myndbönd.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×