Innlent

Ávextir hækka mikið í verði

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Ávextir og grænmeti hafa rokið upp í verði.
Ávextir og grænmeti hafa rokið upp í verði. Fréttablaðið/Vilhelm
Samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands hafa ávextir og grænmeti hækkað um allt að 66 prósent frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir ári.

Hækkunin á þessum vörum er talsvert meiri en á öðrum vöruflokkum. Sem dæmi um hækkanir í öðrum vöruflokkum má nefna að KEA skyrdrykkur hefur hækkað um eitt til fimmtán prósent, Swiss miss með sykurpúðum um 5 til 25 prósent og rófur um 13 til 45 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×