Erlent

Kerry ræðir við Pútín um ástandið í Sýrlandi

Kerry hitti Sergei Lavrov í morgun.
Kerry hitti Sergei Lavrov í morgun. Vísir/AFP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í morgun til Moskvu til þess að ræða við þarlenda ráðamenn um ástandið í Sýrlandi og hvernig binda megi enda á borgarastríðið sem þar hefur geisað undanfarin ár.

Kerry mun hitta Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra en stórveldunum tveimur hefur lengi greint á um hvert hlutverk Bashars al-Assads Sýrlandsforseti eigi að vera í friðarviðræðunum.

Bandaríkjamenn vilja Assad á brott hið fyrsta en Rússar segja að það eigi að vera undir Sýrlendingum sjálfum komið hvort hann og hans stjórn eigi sér framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×