Faðir mannsins þarf alfarið að sjá um hann. Farið er yfir sögu Casey King í nýrri þáttaröð TLC sem ber nafnið Family by the Ton. Faðir hans baðar hann og skeinir honum eftir klósettferðir.
Hann vaknar vanalega í hádeginu, borðar og eyðir síðan restinni af deginum uppi í rúmi í tölvuleikjum.
Nú er Casey byrjaður í ræktinni og fylgst vel með gangi mála. Hann þarf að létta sig um ákveðið mörg kíló til að geta farið í magabandsaðgerð og hefur myndband af fyrstu æfingu hans með einkaþjálfara vakið mikla athygli á YouTube.
Horft hefur verið á það myndband 3,6 milljón sinnum þegar þessi grein er skrifuð og er myndbandið eitt það vinsælasta í heiminum í dag.
Hér að neðan má sjá hvernig fyrsta æfingin gekk hjá kappanum en hann hafði áður byrjað í sundlaug þar sem auðveldara er fyrir hann að hreyfa sig.