Austanstormur áfram í kortunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 06:30 Snjó hefur kyngt niður í höfuðborginni í morgun. Vísir/vilhelm Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður. Veður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Snjókoma með köflum eða skafrenningur í dag, talsverð úrkoma á austanverðu landinu síðdegis og kalt í veðri. Þegar hefur snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Þá eru gular viðvaranir enn í gildi á nokkrum stöðum á landinu. Hríðarviðvörun á Faxaflóa gildir þar til klukkan átta nú í morgun en verið hefur mjög hvasst og lélegt skyggni, til að mynda á Reykjanesi, Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Ökumenn eru áfram hvattir til að sýna aukna aðgæslu. Hríðarviðvörun á Suðausturlandi er í gildi til klukkan sjö í kvöld. Þar er búist við hvassviðri eða stormi með vindi allt að 28 m/s, hvassast í Öræfum þar sem vindstrengir geta farið yfir 35 m/s. Búast má við éljagangi og lélegu skyggni. „Akstursskilyrði gætu orðið erfið og vegir ófærir, sérstaklega á Mýrdalssandi og í Öræfum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á morgun verður áfram austanátt, allhvöss eða hvöss, og slydda eða snjókoma austan til og rigning við ströndina, en annars hægara og dálítil él. Hiti víða kringum frostmark. Hvessir talsvert á Suðausturlandi annað kvöld. Á sunnudag er enn búist við austanstormi með úrkomu í flestum landshlutum, en heldur hlýnandi veðri. „Veðurviðvaranir eru í gildi og nýjar verða líklega sendar út, sem gilda munu um helgina. Því um að gera að kanna vel veðurspár og færð áður en lagt er af stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Austan 10-18 m/s og snjókoma eða slydda með köflum á austanverðu landinu, hvassast og rigning úti við sjóinn, en annars hægara og dálítil él. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Austan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, en rigningu með austurströndinni og hiti víða 0 til 5 stig. Hægari vindur, þurrt að kalla og vægt frost vestanlands. Á mánudag: Hvassar austanáttir með úrkomu víða um land og hita kringum frostmark. Á þriðjudag: Suðlægar áttir með éljum, en hvassviðri og slydda við NA-ströndina. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir austan- og suðaustanáttir með snjókomu eða slyddu og áfram svalt veður.
Veður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira