Svíar svara „ónákvæmum upplýsingum“ um ástandið í Svíþjóð Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 12:15 Yfirvöld í Svíþjóð virðast þreytt á ónákvæmum upplýsingum um landið og hið meinta ástand þar varðandi innflytjendur og glæpi. Þau segja röngum upplýsingum um landið hafa verið dreift ítrekað að undanförnu og hafa ákveðið að svara þeim. Aðdragandi þessara vendinga er að á kosningafundi um síðustu helgi virtist Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísa til hryðjuverkaárásar í Svíþjóð sem átti sér aldrei stað. „Sjáið hvað er að gerast í Svíþjóð í gær,“ sagði hann. Trump útskýrði mál sitt svo frekar og sagðist hafa verið að vísa til umfjöllunar Fox News um hið meinta ástand í Svíþjóð og hvernig innflytjendur væru valdur að gífurlegri fjölgun nauðgana, hærri glæpatíðni og öðrum samfélagslegum vandamálum. Þegar fjölmiðlar fóru svo yfir opinberar tölur og staðreyndir og bentu á að það væri margt rangt í umfjöllun Fox sagði Trump fjölmiðla vera að ljúga um ástandið í Svíþjóð. Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur nú kannað sannleiksgildi nokkurra staðhæfinga um landið.Fjölgun innflytjenda leiði ekki til fleiri glæpa Varðandi þá staðhæfingu að gífurleg aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum þar sem byssum er beitt segir ráðuneytið að dregið hafi úr ofbeldi í landinu á síðustu 20 árum. Hins vegar hafi kannanir ítrekað sýnt fram á að íbúar landsins og annarra vesturlanda skynji að ofbeldisverknaðir hafi færst í aukana með fjölgun flóttamanna. Þrátt fyrir það sýni rannsóknir fram á að fjölgun innflytjenda leiði ekki til aukinnar glæpatíðni. Gögn sýni að síðustu 25 ár hafi morðum farið fækkandi. Hins vegar hafi sú tíðni tekið stökk árið 2015 og voru 112 morð framin það ár. Sama er uppi á teningnum varðandi morð með skotvopnum. Árið 2011 voru 17 morð framin með skotvopnum en þau voru 33 árið 2015. Sú þróun er þó sögð tengjast aukinni hörku í átökum glæpagengja í Svíþjóð.Skráðum nauðgunum hefur fjölgaðÞví er gjarnan haldið fram að nauðgunum hafi fjölgað gífurlega samhliða fjölgun innflytjenda. Ráðuneytið segir rétt að skráðum nauðgunum hafi fjölgað. Hins vegar hafi skilgreining nauðgunar verið útvíkkuð verulega í Svíþjóð á undanförnum árum, sem geri samanburð við önnur ríki erfiðan. Mikill munur sé á því hvaða verknaðir séu skilgreindir sem nauðgun á milli ríkja. Sem dæmi nefnir ráðuneytið að ef sænsk kona segi eiginmann sinn hafa nauðgað sér á hverju kvöldi í eitt ár, sé það skráð sem 365 nauðganir. Í mörgum öðrum ríkjum væri það skráð sem ein nauðgun eða jafnvel ekki skráð. „Vilji til að tilkynna slíka glæpi er mjög einnig mjög mismunandi á milli ríkja. Í samfélagi þar sem rætt er um slíka glæpi á opinskáan hátt og fórnarlömbum ekki kennt þar um, eru fleiri slík mál tilkynnt. Yfirvöld í Svíþjóð hafa ítrekað hvatt konur til að tilkynna öll brot.“Yfirvöld hylmi yfir með flóttafólki Því hefur einnig verið haldið fram að yfirvöld í Svíþjóð séu að hylma yfir þá staðreynd að flóttafólk sé að fremja glæpi. Samkvæmt opinberum gögnum í Svíþjóð voru þrettán prósent allra Svía fórnarlömb í einhverskonar glæp árið 2015. Það er aukning á milli ára, en enn á sama stigi og það var árið 2005. Þá bendir utanríkisráðuneytið á að rannsókn frá árinu 2005 og aðra rannsókn sem sýna að meirihluti þeirra sem voru sakaðir um glæpi áttu foreldra sem fæddust báðir í Svíþjóð. Samkvæmt þeim rannsóknum eru innflytjendur 2,5 sinnum líklegri til að vera grunaðir um að glæpi, frekar en fólk fætt í Svíþjóð sem á einnig foreldra sem eru fæddir þar. Þá segir ráðuneytið að rannsóknir sýni einnig að það séu helst samfélags- og efnahagslegar aðstæður sem leiði til þess að fólk fremji glæpi. Eins og tekjur foreldra og hverfi sem fólk elst upp í. „Ríkisstofnanir Svíþjóðar græða ekkert á því að hylma yfir tölfræði og staðreyndir. Þær sækjast eftir opnum samræðum sem byggja á staðreyndum. Svíþjóð er opið samfélag sem byggir á opnum aðgangi að opinberum skjölum. Það þýðir að almenningur, skólar og fjölmiðlar, geta nálgast upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda.“Svæði sem lögreglan fer ekki til Því hefur einnig verið haldið fram að í Svíþjóð séu svæði sem lögreglan treysti sér ekki til að heimsækja. Ráðuneytið segir það ekki rétt, en þær fullyrðingar byggja á því að í febrúar 2016 byrti sænska lögreglan skýrslu þar sem bent var á 53 íbúðarsvæði, þar sem glæpatíðni var há og íbúar áttu við óöryggi og samfélagslegan óstöðugleika. Þessi svæði hafa verið nefnd „no-go zones“. Ráðuneytið segir það að lögreglan treysti sér ekki til að fara þangað vera rangt. Hins vegar sé rétt að lögreglan hafi átt erfitt með að sinna störfum sínum á þeim svæðum, en landslög séu þrátt fyrir það ríkjandi. „Vandamál þessarra svæða eru flókin og margþætt. Til þess að snúa þróuninni við þarf frumkvæði úr öllum stigum samfélagsins.“Efnahagsvandræði landsins ýkt Mikil fjölgun flóttafólks í Svíþjóð hefur verið sögð lenda illa á sænska ríkinu og það sé að hruni komið. Stjórnvöld þar segja þó að efnahagur landsins sé sterkur. Þrátt fyrir aukinn kostnað ríkisins vegna flóttafólks hafi ríkið skilað rekstrarafgangi árið 2015 og er talið að hann muni aukast fram til ársins 2020. Þá hefur hagvöxtur Svíþjóðar verið með þeim hæstu í Evrópu á síðustu tveimur árum. Atvinnuleysi ungmenna hefur dregist verulega saman og hefur ekki verið lægri í þrettán ár og langtímaatvinnuleysi, eitt ár eða lengur, er það lægsta í öllu Evrópusambandinu. Verulega hefur dregið úr hælisumsóknum í Svíþjóð, en ríkið segir að þörf sé á innflytjendum til að vega upp á móti því hve fæðingum hefur fækkað á undanförnum árum.Múslimar eru lítill minnihlutiUtanríkisráðuneytið segir því gjarnan haldið fram að múslimar verði brátt meirihluti í Svíþjóð. Í raun er það langt frá raunveruleikanum og múslimar mæta verulegum fordómum. Það er talið að nokkur hundruð þúsund íbúar í Svíþjóð komi frá ríkjum þar sem Islam er ríkjandi, en það segir ekkert til um hve margir eru trúaðir. Samkvæmt opinberum tölum eru taka um 140 þúsund múslimar þátt í trúarstarfi í Svíþjóð, sem samsvarar um 1,5 prósenti af heildaríbúafjölda landsins. Af þeim tíu milljónum sem búa í landinu eru um 6,2 milljónir í sænsku þjóðkirkjunni. „Fordómar og neikvæðni gagnvart múslimum er víða að finna í samfélaginu,“ segir ráðuneytið. Bent er á rannsókn frá árinu 2015 þar sem fram kom að múslimar í Svíþjóð eiga oft á tíðum erfiðara með að finna vinnu en aðrir, að þeir séu áreittir í skólum og á götum úti og jafnvel hótað og beittir ofbeldi. Sænska ríkið birti einnig nokkrar staðreyndir um ástandið í Svíþjóð á Twitter í gær, þar sem hægt er að finna frekari upplýsingar.Ok, some facts about #SwedenNo. 1 pic.twitter.com/wC2dftdnaF— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 2 pic.twitter.com/MhN0H4jSAA— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 3 pic.twitter.com/X7PkrVENvC— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 4https://t.co/moLJZGH8BJ pic.twitter.com/v49lVtZItl— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 5https://t.co/tGZPSaBCbP pic.twitter.com/61GFPPfXlH— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 6https://t.co/rldA65jksp pic.twitter.com/fwPy6xzgSy— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 7https://t.co/96hu0zahtz pic.twitter.com/crrtG0vLpz— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 8https://t.co/bI2kZsnrcj pic.twitter.com/VjOHV7ElMQ— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 9https://t.co/am6atjgyNA pic.twitter.com/50l9fgkHhk— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 10https://t.co/nD1eQlr7c7 pic.twitter.com/oz6KyDZmvD— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 11https://t.co/aRU4eDGt1F pic.twitter.com/ZN7oqy1MFZ— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 12https://t.co/Q4ZIAZvAlh pic.twitter.com/sWpk5VaOrA— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Tvær lestir rýmdar í Svíþjóð vegna sprengjuhótana Rýma þurfti tvær lestir sem voru á leið til Gautaborgar og Södertälje í Svíþjóð á öðrum tímanum í dag vegna sprengjuhótana. 9. febrúar 2017 21:03 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa myrt þrjá einstaklinga í Skurup í Svíþjóð Þrír einstaklingar fundust látnir í heimahúsi í bænum Skurup í Svíþjóð í gær. Karlmaður sem grunaður er um að hafa beðið þeim bana er í haldi lögreglu á svæðinu. 11. febrúar 2017 10:41 Malmö: Hæsta morðtíðnin á Norðurlöndum en á engan hátt „Chicago Svíþjóðar“ Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú morð verið framin. 22. febrúar 2017 10:27 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Sænskur fréttamaður sakfelldur fyrir að aðstoða flóttadreng Sænski fréttamaðurinn Fredrik Önnevall var í dag sakfelldur fyrir að hafa smyglað fimmtán ára sýrlenskum dreng til Svíþjóðar í maí 2014. 9. febrúar 2017 22:02 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Yfirvöld í Svíþjóð virðast þreytt á ónákvæmum upplýsingum um landið og hið meinta ástand þar varðandi innflytjendur og glæpi. Þau segja röngum upplýsingum um landið hafa verið dreift ítrekað að undanförnu og hafa ákveðið að svara þeim. Aðdragandi þessara vendinga er að á kosningafundi um síðustu helgi virtist Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vísa til hryðjuverkaárásar í Svíþjóð sem átti sér aldrei stað. „Sjáið hvað er að gerast í Svíþjóð í gær,“ sagði hann. Trump útskýrði mál sitt svo frekar og sagðist hafa verið að vísa til umfjöllunar Fox News um hið meinta ástand í Svíþjóð og hvernig innflytjendur væru valdur að gífurlegri fjölgun nauðgana, hærri glæpatíðni og öðrum samfélagslegum vandamálum. Þegar fjölmiðlar fóru svo yfir opinberar tölur og staðreyndir og bentu á að það væri margt rangt í umfjöllun Fox sagði Trump fjölmiðla vera að ljúga um ástandið í Svíþjóð. Utanríkisráðuneyti Svíþjóðar hefur nú kannað sannleiksgildi nokkurra staðhæfinga um landið.Fjölgun innflytjenda leiði ekki til fleiri glæpa Varðandi þá staðhæfingu að gífurleg aukning hafi verið á ofbeldisverknuðum þar sem byssum er beitt segir ráðuneytið að dregið hafi úr ofbeldi í landinu á síðustu 20 árum. Hins vegar hafi kannanir ítrekað sýnt fram á að íbúar landsins og annarra vesturlanda skynji að ofbeldisverknaðir hafi færst í aukana með fjölgun flóttamanna. Þrátt fyrir það sýni rannsóknir fram á að fjölgun innflytjenda leiði ekki til aukinnar glæpatíðni. Gögn sýni að síðustu 25 ár hafi morðum farið fækkandi. Hins vegar hafi sú tíðni tekið stökk árið 2015 og voru 112 morð framin það ár. Sama er uppi á teningnum varðandi morð með skotvopnum. Árið 2011 voru 17 morð framin með skotvopnum en þau voru 33 árið 2015. Sú þróun er þó sögð tengjast aukinni hörku í átökum glæpagengja í Svíþjóð.Skráðum nauðgunum hefur fjölgaðÞví er gjarnan haldið fram að nauðgunum hafi fjölgað gífurlega samhliða fjölgun innflytjenda. Ráðuneytið segir rétt að skráðum nauðgunum hafi fjölgað. Hins vegar hafi skilgreining nauðgunar verið útvíkkuð verulega í Svíþjóð á undanförnum árum, sem geri samanburð við önnur ríki erfiðan. Mikill munur sé á því hvaða verknaðir séu skilgreindir sem nauðgun á milli ríkja. Sem dæmi nefnir ráðuneytið að ef sænsk kona segi eiginmann sinn hafa nauðgað sér á hverju kvöldi í eitt ár, sé það skráð sem 365 nauðganir. Í mörgum öðrum ríkjum væri það skráð sem ein nauðgun eða jafnvel ekki skráð. „Vilji til að tilkynna slíka glæpi er mjög einnig mjög mismunandi á milli ríkja. Í samfélagi þar sem rætt er um slíka glæpi á opinskáan hátt og fórnarlömbum ekki kennt þar um, eru fleiri slík mál tilkynnt. Yfirvöld í Svíþjóð hafa ítrekað hvatt konur til að tilkynna öll brot.“Yfirvöld hylmi yfir með flóttafólki Því hefur einnig verið haldið fram að yfirvöld í Svíþjóð séu að hylma yfir þá staðreynd að flóttafólk sé að fremja glæpi. Samkvæmt opinberum gögnum í Svíþjóð voru þrettán prósent allra Svía fórnarlömb í einhverskonar glæp árið 2015. Það er aukning á milli ára, en enn á sama stigi og það var árið 2005. Þá bendir utanríkisráðuneytið á að rannsókn frá árinu 2005 og aðra rannsókn sem sýna að meirihluti þeirra sem voru sakaðir um glæpi áttu foreldra sem fæddust báðir í Svíþjóð. Samkvæmt þeim rannsóknum eru innflytjendur 2,5 sinnum líklegri til að vera grunaðir um að glæpi, frekar en fólk fætt í Svíþjóð sem á einnig foreldra sem eru fæddir þar. Þá segir ráðuneytið að rannsóknir sýni einnig að það séu helst samfélags- og efnahagslegar aðstæður sem leiði til þess að fólk fremji glæpi. Eins og tekjur foreldra og hverfi sem fólk elst upp í. „Ríkisstofnanir Svíþjóðar græða ekkert á því að hylma yfir tölfræði og staðreyndir. Þær sækjast eftir opnum samræðum sem byggja á staðreyndum. Svíþjóð er opið samfélag sem byggir á opnum aðgangi að opinberum skjölum. Það þýðir að almenningur, skólar og fjölmiðlar, geta nálgast upplýsingar um aðgerðir stjórnvalda.“Svæði sem lögreglan fer ekki til Því hefur einnig verið haldið fram að í Svíþjóð séu svæði sem lögreglan treysti sér ekki til að heimsækja. Ráðuneytið segir það ekki rétt, en þær fullyrðingar byggja á því að í febrúar 2016 byrti sænska lögreglan skýrslu þar sem bent var á 53 íbúðarsvæði, þar sem glæpatíðni var há og íbúar áttu við óöryggi og samfélagslegan óstöðugleika. Þessi svæði hafa verið nefnd „no-go zones“. Ráðuneytið segir það að lögreglan treysti sér ekki til að fara þangað vera rangt. Hins vegar sé rétt að lögreglan hafi átt erfitt með að sinna störfum sínum á þeim svæðum, en landslög séu þrátt fyrir það ríkjandi. „Vandamál þessarra svæða eru flókin og margþætt. Til þess að snúa þróuninni við þarf frumkvæði úr öllum stigum samfélagsins.“Efnahagsvandræði landsins ýkt Mikil fjölgun flóttafólks í Svíþjóð hefur verið sögð lenda illa á sænska ríkinu og það sé að hruni komið. Stjórnvöld þar segja þó að efnahagur landsins sé sterkur. Þrátt fyrir aukinn kostnað ríkisins vegna flóttafólks hafi ríkið skilað rekstrarafgangi árið 2015 og er talið að hann muni aukast fram til ársins 2020. Þá hefur hagvöxtur Svíþjóðar verið með þeim hæstu í Evrópu á síðustu tveimur árum. Atvinnuleysi ungmenna hefur dregist verulega saman og hefur ekki verið lægri í þrettán ár og langtímaatvinnuleysi, eitt ár eða lengur, er það lægsta í öllu Evrópusambandinu. Verulega hefur dregið úr hælisumsóknum í Svíþjóð, en ríkið segir að þörf sé á innflytjendum til að vega upp á móti því hve fæðingum hefur fækkað á undanförnum árum.Múslimar eru lítill minnihlutiUtanríkisráðuneytið segir því gjarnan haldið fram að múslimar verði brátt meirihluti í Svíþjóð. Í raun er það langt frá raunveruleikanum og múslimar mæta verulegum fordómum. Það er talið að nokkur hundruð þúsund íbúar í Svíþjóð komi frá ríkjum þar sem Islam er ríkjandi, en það segir ekkert til um hve margir eru trúaðir. Samkvæmt opinberum tölum eru taka um 140 þúsund múslimar þátt í trúarstarfi í Svíþjóð, sem samsvarar um 1,5 prósenti af heildaríbúafjölda landsins. Af þeim tíu milljónum sem búa í landinu eru um 6,2 milljónir í sænsku þjóðkirkjunni. „Fordómar og neikvæðni gagnvart múslimum er víða að finna í samfélaginu,“ segir ráðuneytið. Bent er á rannsókn frá árinu 2015 þar sem fram kom að múslimar í Svíþjóð eiga oft á tíðum erfiðara með að finna vinnu en aðrir, að þeir séu áreittir í skólum og á götum úti og jafnvel hótað og beittir ofbeldi. Sænska ríkið birti einnig nokkrar staðreyndir um ástandið í Svíþjóð á Twitter í gær, þar sem hægt er að finna frekari upplýsingar.Ok, some facts about #SwedenNo. 1 pic.twitter.com/wC2dftdnaF— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 2 pic.twitter.com/MhN0H4jSAA— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 3 pic.twitter.com/X7PkrVENvC— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 4https://t.co/moLJZGH8BJ pic.twitter.com/v49lVtZItl— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 5https://t.co/tGZPSaBCbP pic.twitter.com/61GFPPfXlH— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 6https://t.co/rldA65jksp pic.twitter.com/fwPy6xzgSy— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 7https://t.co/96hu0zahtz pic.twitter.com/crrtG0vLpz— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 8https://t.co/bI2kZsnrcj pic.twitter.com/VjOHV7ElMQ— Swedish MFA (@SweMFA) February 23, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 9https://t.co/am6atjgyNA pic.twitter.com/50l9fgkHhk— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 10https://t.co/nD1eQlr7c7 pic.twitter.com/oz6KyDZmvD— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 11https://t.co/aRU4eDGt1F pic.twitter.com/ZN7oqy1MFZ— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017 Ok, some facts about #SwedenNo. 12https://t.co/Q4ZIAZvAlh pic.twitter.com/sWpk5VaOrA— Swedish MFA (@SweMFA) February 24, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Tvær lestir rýmdar í Svíþjóð vegna sprengjuhótana Rýma þurfti tvær lestir sem voru á leið til Gautaborgar og Södertälje í Svíþjóð á öðrum tímanum í dag vegna sprengjuhótana. 9. febrúar 2017 21:03 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa myrt þrjá einstaklinga í Skurup í Svíþjóð Þrír einstaklingar fundust látnir í heimahúsi í bænum Skurup í Svíþjóð í gær. Karlmaður sem grunaður er um að hafa beðið þeim bana er í haldi lögreglu á svæðinu. 11. febrúar 2017 10:41 Malmö: Hæsta morðtíðnin á Norðurlöndum en á engan hátt „Chicago Svíþjóðar“ Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú morð verið framin. 22. febrúar 2017 10:27 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Sænskur fréttamaður sakfelldur fyrir að aðstoða flóttadreng Sænski fréttamaðurinn Fredrik Önnevall var í dag sakfelldur fyrir að hafa smyglað fimmtán ára sýrlenskum dreng til Svíþjóðar í maí 2014. 9. febrúar 2017 22:02 Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Tvær lestir rýmdar í Svíþjóð vegna sprengjuhótana Rýma þurfti tvær lestir sem voru á leið til Gautaborgar og Södertälje í Svíþjóð á öðrum tímanum í dag vegna sprengjuhótana. 9. febrúar 2017 21:03
Maður handtekinn vegna gruns um að hafa myrt þrjá einstaklinga í Skurup í Svíþjóð Þrír einstaklingar fundust látnir í heimahúsi í bænum Skurup í Svíþjóð í gær. Karlmaður sem grunaður er um að hafa beðið þeim bana er í haldi lögreglu á svæðinu. 11. febrúar 2017 10:41
Malmö: Hæsta morðtíðnin á Norðurlöndum en á engan hátt „Chicago Svíþjóðar“ Ellefu morð voru framin í Malmö á síðasta ári og það sem af er ári hafa þrjú morð verið framin. 22. febrúar 2017 10:27
Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15
Sænskur fréttamaður sakfelldur fyrir að aðstoða flóttadreng Sænski fréttamaðurinn Fredrik Önnevall var í dag sakfelldur fyrir að hafa smyglað fimmtán ára sýrlenskum dreng til Svíþjóðar í maí 2014. 9. febrúar 2017 22:02
Bullað um Malmö í rússnesku sjónvarpsinnslagi Í rússneska sjónvarpsþættinum Voskresnoje vremja kom fram að fimmtíu morð hafi verið framin í Malmö á síðasta ári. Ellefu morð voru í raun framin í borginni 2016. 20. febrúar 2017 15:22