Faraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabil heimsins í tvö til þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 08:30 La Liga á Spáni ætlar að reyna að klára 2019-20 tímabilið en það á eftir að koma í ljós hvort það sé mögulegt. Hér er táknræn mynd af leikbolta deildarinnar með grímu. Getty//Europa Press Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á 2019-20 tímabilið í fótboltaheiminum en þau áhrif gætu einnig náð langt inn í framtíðina skekkist næsta tímabil líka. Sum lönd hafa aflýst deildum sínum eins og Frakkland og Holland en önnur eru að leita allra leiða til að klára sínar deildir í sumar. Í þeim flokki eru lönd eins og England, Þýskaland, Ítalía og Spánn. Knattspyrnusamband Evrópu vonast til að klára Evrópukeppnir sínar í ágúst en það verður tekin endanleg ákvörðun um það í næsta mánuði um hvort að það sé hreinlega gerlegt. Coronavirus could affect international football for 'two or three years' https://t.co/kqI0wdCOWY— BBC News (UK) (@BBCNews) April 30, 2020 Lars-Christer Olsson, formaður samtaka deildarkeppna Evrópu og meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA, segir að nú verði menn að bíða og sjá hver áhrifin verða á framtíðartímabilin og svo enn fremur á HM í Katar sem á að fara fram á miðju tímabili 2022. Olsson telur líklegt að Kórónuveirufaraldurinn gæti haft áhrif á fótboltatímabilin í tvö til þrjú ár. HM í Katar var alltaf að fara að búa til vandamál eitt og sér þar sem það átti að fara fram í nóvember og desember. Deildirnar í Evrópu verða því að taka sér eins og hálfs mánaða frí í kringum það heimsmeistaramót. Fyrst um sinn þarf að koma núverandi frestuðum leikjum aftur fyrir á fótboltadagatalinu. Það er öruggt að álagið gæti orðið mikið ætli menn að koma öllum frestuðu landsleikjunum fyrir í þeim landsleikjahléum sem þegar voru ákveðin. Það myndi þýða að landsliðin myndu væntanlega spila þrjá leiki en ekki tvo í hverju landsliðshléi. El presidente de las Ligas Europeas, Lars-Christer Olsson, insistió en finalizar las competiciones de esta temporada. https://t.co/CAaby5Zs5W— CANCHA (@reformacancha) April 29, 2020 Auk umspilsleikjanna fyrir EM þá bíða allir leikirnir í Þjóðadeildinni í haust en þar er Ísland í A-deildinni og í riðli með Englandi, Belgíu og Danmörku. Olsson hefur áhyggjur af áhrifunum á næsta tímabil og segist frekar vilja sjá það að þetta tímabil verði ekki klárað í stað þess að seinka því að byrja næsta tímabil. Hluti af vandamálinu er líka að þjóðirnar eru ekki að fylgjast að í þessu. Sumar þjóðir ætla því að byrja næsta tímabil á réttum tíma á meðan aðrar neyðast til að seinka því ætli þær að klára 2019-20 tímabilið.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sjá meira