Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:42 Bjarni Benediktsson í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45