Segir hjúkrunarfræðinga hafa hafnað meiri hækkunum en aðrir fái Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. apríl 2020 15:42 Bjarni Benediktsson í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að krafa hjúkrunarfræðinga um launahækkanir kosti allt að fimm milljörðum krónum meira en aðrir hafi samið um. Ríkissáttasemjari vonast til að hægt verði að vinna hratt í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins en fyrsti sáttafundurinn eftir að kjarasamningur þeirra var felldur var haldinn í morgun. Hjúkrunarfræðingar felldu í gær kjarasamning sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skrifaði undir þann 10. apríl með 53% atkvæða. Halldóra Mogensen spurði fjármálaráðherra út í kostnaðinn við samning við hjúkrunarfræðinga.Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pirata spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvað nýfelldur kjarasamningur hefði kostað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki vera með heildarkostnaðinn en hann væri með kostnað við umfram kröfu stéttarinnar. „Viðbótarkrafa hjúkrunarfræðinga sem lengst af stóðu í vegi fyrir að samningar tækjust en þeir tókust þó þó að þeir hafi nú verið felldir því miður með tæpum meirihluta kostaði milljarða uppundir fimm milljarða. Viðbótarkrafan þar sem farið var fram á að samið yrði um umfram það sem allir aðrir höfðu samið um.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði í fréttum RÚV mikilvægt að í framhaldinu yrði unnið hratt þar sem óvissa og órói kringum heilbrigðiskerfið væri vond. Ríkissáttasemjari boðaði til fundar klukkan tíu í morgun með hjúkrunarfræðingum og ríkinu. Guðbjörg Pálsdóttir formaður félagsins vildi ekki tjá sig um stöðuna fyrir fundinn í morgun en félagið hafði kynnt að verulegur ágóði væri í samningnum. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.Aðsend Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að á fundinum verði farið niðurstöðu kosningarinnar. „Það sem ég býst fyllilega við og ætlast til er að báðir samningsaðilar leggi sig alla fram og við sitjum við verkefnið saman til að finna góða lausn, samningsnefndirnar hafa unnið að heilindum þannig að ég bind miklar vonir við að við getum unnið hratt og vel saman. Hversu fljótt okkur tekst að finna lausnina er erfitt að segja til um en það mun ekki stranda á því að það verði unnið dag og nótt að þessu verkefni.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar felldu naumlega kjarasamning Hjúkrunarfræðingar felldu í dag kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem skrifað var undir þann 10. apríl. 29. apríl 2020 13:45