Fordómarnir finnast líka í kerfinu Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. október 2012 08:00 Öll málverk á veggjum Klepps eru eftir vistmenn á spítalanum. Listakonan GÍA málaði þessar myndir fyrr á árinu sem sýna líðan sjúklinga á ólíkum stigum. Samfélagsteymið sinnir skjólstæðingum sem lifa lífinu að mestu utan stofnana. Fréttablaðið/Vilhelm Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. Æ færri hafa lagst inn á geðdeildir og sjúklingar liggja helmingi skemur inni eftir að samfélagsteymi á vegum geðsviðs Landspítalans (LSH) tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Teymið sinnir gegnumgangandi um 60 einstaklingum sem eiga við alvarlega geðsjúkdóma að stríða og þurfa stuðning í sínu daglega lífi. Þjónustan nær í einstaka tilvikum til einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins, þá með símtölum og einstaka vitjunum.Skilað tilætluðum árangri Teymið var stofnað sem tilraunaverkefni til tveggja ára í mars árið 2010 en starfsemi þess var framlengd í ljósi góðs árangurs. Flestir einstaklingar sem hópurinn sinnir eru að glíma við alvarlega geðrofssjúkdóma; geðklofa, geðhvörf eða geðhvarfaklofa. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, segir nauðsynlegt að koma á frekara samstarfi milli heilbrigðiskerfisins og félagslegu kerfanna í sveitarfélögunum. "Það er ömurlegt ástand í sumum sveitarfélögum og við merkjum mun á aðstæðum eftir því hvar fólk býr," segir hún, en forsvarsmenn á Kleppi sögðu í Fréttablaðinu á laugardag að Kópavogur, Hafnarfjörður og Árborg stæðu sérstaklega illa er varðar þjónustu við geðfatlaða einstaklinga. "Við erum hugsi yfir þessu og það vantar stefnu í þessi mál."Fordómar innan kerfisins Magnús Haraldsson geðlæknir segir samvinnu innan kerfisins hafa verið veikan hlekk í starfinu. Þá sé geðheilbrigðisþjónusta innan heilsugæslustöðvanna skammt á veg komin og nauðsynlegt sé að gera eitthvað í því. Hann segir málaflokkinn hafa orðið út undan á mörgum stöðum og svarar því játandi hvort fordómar gætu spilað þar hlut í máli. "Fordómar eru alls staðar; bæði innan sem utan heilbrigðis- og félagslega kerfisins," segir hann. Guðbjörg bætir við að afskaplega mikil fáfræði ríki í samfélaginu um geðsjúkdóma og starfsmenn innan kerfisins verði að taka það að hluta til sín. "Við vitum svo mikið; hvernig fólk hegðar sér, undirliggjandi orsök veikindanna og aðstæður sem draga úr geðheilsu," segir hún. "Þetta er allt saman pólitískt og því verða sveitarfélögin að vinna að því að efla þetta fólk frá byrjun. Geðheilsa er náttúrulega rammpólitísk, eins og flest annað. Líka hvernig á að fara að þegar fólk veikist."Kleppur er víða Engar tölur eru til yfir þá einstaklinga sem veikjast af geðsjúkdómum en leita sér aldrei hjálpar. Guðbjörg og Magnús segja óvarlegt að áætla nokkuð um það, en mögulegt sé að skoða erlendar rannsóknir í þessu samhengi og sjá algengi hinna ýmsu geðsjúkdóma og bera það saman við innlagnir sjúklinga. "Það eru til einhverjar tölur sem segja að kerfin nái um 30 prósentum þeirra þunglyndissjúklinga sem þurfa á hjálp að halda," segir Magnús. "Algengi er vissulega meira en þjónustan sem við erum að sinna, en óvarlegt er að áætla hversu margir það eru." Algengi geðklofa er talið vera á bilinu 0,7 til eitt prósent, en sjúklingarnir eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi eins og gengur og gerist með flesta sjúkdóma. Um tuttugu prósent geðklofasjúklinga ná sér tiltölulega fljótt og fara af lyfjum, svo eru önnur tuttugu prósent sem verða mjög veik og þurfa mikinn stuðning í langan tíma. Flestir eru svo þar á milli.Skref í rétta átt í Breiðholti Sérstök geðheilsustöð hefur verið stofnuð í Breiðholti og segja Magnús og Guðbjörg slíkar stöðvar líklega vera framtíðina. Það sé dæmi um góða samvinnu á milli heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustunnar, þar sem starfar bæði geðteymi og aðrir starfsmenn sem þjónusta sérstaklega íbúa Breiðholts. "Það eru meira en 30 ár síðan þjónustan byggðist upp í löndunum í kringum okkur," segir Magnús. Guðbjörg bætir við að þróunin á Íslandi síðustu 10 ár sé vissulega skref í rétta átt. Styttri tími á stofnunum og færri innlagnir geðsjúkra séu ein birtingarmynd þess. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Síðan samfélagsteymi LSH tók til starfa hefur tími geðsjúkra inni á stofnunum minnkað og innlögnum fækkað. Sveitarfélögin verða að taka sig á varðandi þjónustu við hópinn, að mati teymisstjóra. Fordómar finnast innan heilbrigðiskerfisins sem utan þess. Æ færri hafa lagst inn á geðdeildir og sjúklingar liggja helmingi skemur inni eftir að samfélagsteymi á vegum geðsviðs Landspítalans (LSH) tók til starfa á höfuðborgarsvæðinu. Teymið sinnir gegnumgangandi um 60 einstaklingum sem eiga við alvarlega geðsjúkdóma að stríða og þurfa stuðning í sínu daglega lífi. Þjónustan nær í einstaka tilvikum til einstaklinga utan höfuðborgarsvæðisins, þá með símtölum og einstaka vitjunum.Skilað tilætluðum árangri Teymið var stofnað sem tilraunaverkefni til tveggja ára í mars árið 2010 en starfsemi þess var framlengd í ljósi góðs árangurs. Flestir einstaklingar sem hópurinn sinnir eru að glíma við alvarlega geðrofssjúkdóma; geðklofa, geðhvörf eða geðhvarfaklofa. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og teymisstjóri, segir nauðsynlegt að koma á frekara samstarfi milli heilbrigðiskerfisins og félagslegu kerfanna í sveitarfélögunum. "Það er ömurlegt ástand í sumum sveitarfélögum og við merkjum mun á aðstæðum eftir því hvar fólk býr," segir hún, en forsvarsmenn á Kleppi sögðu í Fréttablaðinu á laugardag að Kópavogur, Hafnarfjörður og Árborg stæðu sérstaklega illa er varðar þjónustu við geðfatlaða einstaklinga. "Við erum hugsi yfir þessu og það vantar stefnu í þessi mál."Fordómar innan kerfisins Magnús Haraldsson geðlæknir segir samvinnu innan kerfisins hafa verið veikan hlekk í starfinu. Þá sé geðheilbrigðisþjónusta innan heilsugæslustöðvanna skammt á veg komin og nauðsynlegt sé að gera eitthvað í því. Hann segir málaflokkinn hafa orðið út undan á mörgum stöðum og svarar því játandi hvort fordómar gætu spilað þar hlut í máli. "Fordómar eru alls staðar; bæði innan sem utan heilbrigðis- og félagslega kerfisins," segir hann. Guðbjörg bætir við að afskaplega mikil fáfræði ríki í samfélaginu um geðsjúkdóma og starfsmenn innan kerfisins verði að taka það að hluta til sín. "Við vitum svo mikið; hvernig fólk hegðar sér, undirliggjandi orsök veikindanna og aðstæður sem draga úr geðheilsu," segir hún. "Þetta er allt saman pólitískt og því verða sveitarfélögin að vinna að því að efla þetta fólk frá byrjun. Geðheilsa er náttúrulega rammpólitísk, eins og flest annað. Líka hvernig á að fara að þegar fólk veikist."Kleppur er víða Engar tölur eru til yfir þá einstaklinga sem veikjast af geðsjúkdómum en leita sér aldrei hjálpar. Guðbjörg og Magnús segja óvarlegt að áætla nokkuð um það, en mögulegt sé að skoða erlendar rannsóknir í þessu samhengi og sjá algengi hinna ýmsu geðsjúkdóma og bera það saman við innlagnir sjúklinga. "Það eru til einhverjar tölur sem segja að kerfin nái um 30 prósentum þeirra þunglyndissjúklinga sem þurfa á hjálp að halda," segir Magnús. "Algengi er vissulega meira en þjónustan sem við erum að sinna, en óvarlegt er að áætla hversu margir það eru." Algengi geðklofa er talið vera á bilinu 0,7 til eitt prósent, en sjúklingarnir eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi eins og gengur og gerist með flesta sjúkdóma. Um tuttugu prósent geðklofasjúklinga ná sér tiltölulega fljótt og fara af lyfjum, svo eru önnur tuttugu prósent sem verða mjög veik og þurfa mikinn stuðning í langan tíma. Flestir eru svo þar á milli.Skref í rétta átt í Breiðholti Sérstök geðheilsustöð hefur verið stofnuð í Breiðholti og segja Magnús og Guðbjörg slíkar stöðvar líklega vera framtíðina. Það sé dæmi um góða samvinnu á milli heilbrigðiskerfisins og félagsþjónustunnar, þar sem starfar bæði geðteymi og aðrir starfsmenn sem þjónusta sérstaklega íbúa Breiðholts. "Það eru meira en 30 ár síðan þjónustan byggðist upp í löndunum í kringum okkur," segir Magnús. Guðbjörg bætir við að þróunin á Íslandi síðustu 10 ár sé vissulega skref í rétta átt. Styttri tími á stofnunum og færri innlagnir geðsjúkra séu ein birtingarmynd þess.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01 Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00 Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01
Engin geðgjörgæsla fyrir árásargjörnu sjúklingana Sjúklingum með misalvarlega geðsjúkdóma er ekki haldið nægilega aðskildum á geðdeildum Landspítalans við Hringbraut. Dæmi eru um að mjög veikir einstaklingar, sem vita vart hvar þeir eru staddir, deili herbergi með fólki á góðum batavegi. 10. október 2012 00:01
Sérstök gát vegna sjálfsvígshættu Fjórir karlar dvelja nú á réttargeðdeildinni á Kleppi. Elsti sjúklingurinn er 46 ára og sá yngsti 27 og hefur sá sem dvalið hefur lengst þar verið inni í tíu ár. Á deildina vistast þeir sem eru dæmdir ósakhæfir og ekki ábyrgir gjörða sinna á þeirri stund sem glæpur var framinn. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid schizophrenia) er algengasti sjúkdómurinn meðal einstaklinganna. 15. október 2012 09:00
Fjórir af fimm fastir á Kleppi Um áttatíu prósent endurhæfðra sjúklinga á Kleppi sitja þar föst. Alvarlegur skortur á úrræðum fyrir hópinn hjá sveitarfélögunum. Skuldir vegna smálána sliga marga sjúklinga þegar þeir leggjast þar inn. 13. október 2012 06:00